Breiðfirðingur - 01.04.1982, Blaðsíða 87
BREIÐFIRÐINGUR
85
aflífun dýra. Þó man ég eftir einu broslegu atviki á hinum
blóðuga degi. Vinnukona, sem var hjá okkur, fór eitt sinn, ásamt
fleirum í ungafar. Hún gekk nú berserksgang og fyllti poka sinn
á stuttum tíma. En er hún hvolfdi úr honum í köstinn, hljóp allt
herfangið út í veður og vind.
Á vetrum gekk féð sjálfala úti í eyjum, og kom þaðan feitt og
fjörugt, utan einu sinni, að það fennti þar. Gert hafði geysilegan
byl og frost. Maður var sendur gangandi á ísi þangað og átti að
telja féð eftir óveðrið. Honum hafði af einhverjum ástæðum sézt
yfir það, en pabbi teysti á að allt væri í lagi. Ekki man ég hve
langur tími leið, kannski vika. Þá kom maður frá Gjarðey og
sagði okkur þau ömurlegu tíðindi, að margt fé væri kaffennt, og
sumt dýrbitið og dautt. Tófan átti auðvelt með að komast út í
eyjarnar á ísnum. Brugðið var skjótt við að sækja féð, sem enn
var lifandi. Þær af kindunum, sem lífi héldu, voru bornar inn að
eldavél til að hlýja þeim. Þetta var mikil sorgarsaga. Að
eldavélinni voru litlu lömbin líka oft borin, þegar þeim var kalt
nýfæddum á vorin. Þá var oft mikið að gera við að passa að þau
dæju ekki úr kulda úti í haga. Það var átakanlegt að horfa á þau,
ef þau fengu kveisu. Þau stóðu í kryppu með alla fætur næstum
saman, undir kvið og skulfu og mörg dóu. Allt ungviði er svo
fallegt. Því á maður svo bágt með að sætta sig við það, er hinn
kaldi hrammur dauðans hrifsar það með sér. Litlir fuglar, sem
flugu á símalínu og dóu, vöktu ávallt sorg í hjörtum okkar
krakkanna. Við jörðuðum þá með viðhöfn, sungum yfir þeim
og settum blóm á leiðin. Börn, sem alast upp í sveit, hafa alltaf
nóg að starfa. Það er alltaf eitthvað að gerast í kringum þau,
náttúran er svo auðug. Snigillinn, sem er að basla við aðkomast
upp á klettinn, og skilur eftir sig slímuga slóð, og köngulóin í
berjamónum, geta orðið barninu forvitnilegt rannsóknarefni.
Eitt lítið blóm, sem opnar krónu sína, brosandi mót hækkandi
sól dylst ekki barnsauganu, en það sér svo margt, sem hinir