Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1982, Page 82

Breiðfirðingur - 01.04.1982, Page 82
80 BREIÐFIRÐINGUR hafði áður þurft að lenda í vandræðum mín vegna, en það var daginn, sem ég fæddist. Fyrr var það ekki hægt. Hann fór að sækja ljósmóðurina, sem var Þórunn Magnúsdóttir á Keisbakka, greind kona og mjög farsæl í starfi. Af einhverjum ástæðum hefur víst enginn hestur verið við hendina, nema rauður kerruklár, sem Fífill hét. En sá ljóður var á ráði hans, að hann gekk eins mikið afturábak eins og áfram. Jens sóttist ferðin að vonum seint, og þegar hann kom með ljósu, var ég fædd, og móðuramma mín búin að skilja á milli. Ljósa baðaði mig og snyrti, er mér sagt. Mér þótti alltaf vænt um Jens. Hann var svo kátur og skemmtilegur, og kallaði mig kærustuna sína, og sagð- ist ætla að bíða eftir mér þar til ég yrði stór. Seinna átti Fífill oft eftir að gera mér gramt í geði, ekki sízt, ef ég þurfti að flýta mér. Yrði mér á að hreyfa fæturna, til að hotta á hann, þá stóð hann kyrr. Ef ég danglaði í hann meðkeyrinu, þáfullaferð afturábak. Þá brast mig oftast kjark og þolinmæði, og ég fór að hágráta. Þá fór hann af stað, eins og hann vildi segja: Það er ekki hægt að láta stelpugreyið gráta svona, enda ekki svo falleg í henni hljóðin. Eitt sinn var ég að flytja mó í kerru, sem Fífill var spenntur fyrir. Ég teymdi hann niður nokkuð þröngar traðir fyrir ofan túnið. Annað hjólið fór upp á mishæð, svo að vagninum hvolfdi, og aumingja Fífill datt á hliðina. Ég varð ofsahrædd, en gat fljótlega náð í pabba, sem spennti kerruna frá. Fráleitt hefur Fífill verið kargur frá upphafi, en óblíð æfi hefur kallað fram þrjózkuna, sem var hans eina vörn. Eins og pabbi var mikið fyrir sjóinn, var mamma fyrir hesta. Hennar mesta yndi var að fara á hestbak. Hún átti gráa meri, sem kölluð var Grána. Hún var dillivökur, en ekki með öllu gallalaus, því hún var ljónstygg, og gat oft breytt ferðaáætlunum. Stundum var reynt að slá vað í kringum hana, en hún kerrti makkann og leit storkandi til þeirra sem vildu ná henni. Hún var glæsileg í skaphita sínum, sýndi jafnvel tilburði
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.