Breiðfirðingur - 01.04.1982, Blaðsíða 28
26
BREIÐFIRÐINGUR
um langt skeið vitavörður í Elliðaey. Stundaði alltaf sjóinn
samhliða búskap. Kona hans Dagbjört vann seinustu árin í
fiskvinnu. Þeirra börn:
Ástríður Helga, Unnur Lára, Jóhanna og Ásdís.
9. Una Lilja. F. í Ögri 2. febrúar 1906. Gift Sigurjóni
Eiríkssyni frá Reykjavík. Una hefur gegnt húsmóður-
störfum en Sigurjón hefur unnið hjá Vita- og hafnarmála-
stjórn. Þeirra börn:
Eiríkur Grétar og Helgi. Sonur Unu fyrir hjónaband var
Páll Guðmundsson.
10. Soffía. F. í Ögri 7. júlí 1907. Gift Sigurbirni Kristjánssyni
frá Eiði í Eyrarsveit. Hún hefur stundað húsmóðurstörf en
hann sjómennsku. Þeirra börn:
Hilmar, Sæmundur, Hörður, Reynir, Kristján Ólafur,
Birgir, Jakob, Birgir og Kolbrún.
11. Guðmundur. F. í Ögri 27. desember 1908. Giftur Herdísi
Jónsdóttur frá Barðastöðum. Hann hefur verið sjómaður
um skeið. Bjó all mörg ár í Staðarsveit en fluttist svo til
Hveragerðis og hefur unnið í ullarþvottastöðinni þar.
Herdís hefur verið ljósmóðir. Þeirra börn:
Sigríður Ólöf, Erla Ósk, Ester, Jón, Kornelía Klara, Páll
Arnar, Sigríður Ólöf.
12. Sigurvin Breiðfjörð. F. í Ögri 20. mars 1910. Giftur
Júlíu Guðmundsdóttur frá Eyrarbakka. Sigurvin var um
skeið sjómaður, vélstjóri. Hann hefur síðustu árin unnið við
kirkjuna í Keílavík, en þau eru búsett þar. Júlía hefur unnið
húsmóðurstörf og einnig við ræstingu seinni árin. , Þeirra
börn: