Breiðfirðingur - 01.04.1982, Page 108
106 BREIÐFIRÐINGUR
Eftir að hafa sungið á ýmsum stöðum og við ýmis tækifæri í
Reykjavík og nokkrum sinnum í útvarp í nokkur ár fórum við að
færa út kvíarnar og gefa kost á söng okkar úti á landsbyggðinni.
Einkum sungum við mikið úti á landi sumarið 1949, en það var
kosningaár til Alþingis og var mikið beðið um okkur til að
skemmta á héraðsmótum stjórnmálaflokkanna. Ekki held ég að
bassanum í kvartettinum, Friðjóni Þórðarsyni, hafí nokkuð
dottið í hug á þessum stundum að hann ætti eftir að sækja slíkar
samkomur í allt öðrum erindagjörðum síðar meir. Það skipti
okkur engu máli hvaða flokkur stóð að samkomunni. Áhugi
okkar beindist einungis að því að gleðja áheyrandann sem best.
Alltaf sóttum við heldur í okkur veðrið eftir því sem árin liðu.
Seinni part sumars árið 1952 fórum við að halda sjálfstæðar
söngskemmtanir á nokkrum stöðum úti á landi, og var okkur
hvarvetna vel tekið og söngskemmtanir okkar vel sóttar. Er
margs að minnast úr þessum ferðum sem of langt yrði hér að
rekja.
Söngferð til Norðurlands er þó einna minnisstæðust þessara
ferða og skal hér í fáum orðum getið, en hún var farin í
októberbyrjun 1952. Við vorum allir vinnandi menn í fullu
starfí og höfðum allir lokið okkar sumarleyfum. Helgamarvoru
styttri en nú gerist, því þá var unnið á öllum vinnustöðum til
hádegis á laugardögum. Lagt var af stað eftir hádegi á laugardag
og konsert haldinn á Blönduósi um kvöldið, síðan haldið áfram
til Akureyrar og komið þangað kl. 3 um nóttina. Kl. 2 á
sunnudeginum sungum við svo í Nýjabíó á Akureyri við mjög
góða aðsókn. Farið var frá Akureyri áleiðis til Reykjavíkur aftur
seint á sunnudagskvöldið. Við Blönduósbrú var setið fyrir
okkur. Var þar kominn góður vinur okkar bræðranna, minn og
Torfa, Þorsteinn Jónsson sýsluskrifari á Blönduósi, en hann
hafði verið söngkennari okkar í Reykjaskóla fyrir 12 árum síðan.
Þorsteinn lét sig ekki muna um að bíða þarna eftir okkur í