Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1982, Blaðsíða 44

Breiðfirðingur - 01.04.1982, Blaðsíða 44
42 BREIÐFIRÐINGUR fötum og látinn þiðna í vatnstunnunni í fjósinu, en það gekk seint. Stór pottur var settur á eldavélina og fylltur með snjó svo hægt væri að elda mat. Þennan dag voru ekki tiltök að moka upp brunninn. Þessi nýársdagur var lengi að líða. Afi spilaði við okkur systurnar marías, kasínu og svartapétur. Síðar leiddist kennarinn í spilamennskuna og var þá spilað púkk upp á fiskkvarnir, sem afi átti í sínum fórum. Þessi skemmtilega spilamennska setti svip sinn á tilveruna þann dag. Eggert Briem kennari var mjög prúður maður. Hann var bjartur yfirlitum, fríður sýnum, með þykkt og mikið hár. Greiddi það upp. Eggert var Skagfirðingur, frá Álfgeirsvöllum í Lýtingsstaðahreppi, sonur Olafs Briem alþingismanns og bónda þar. Dvöl hans um áramótin í Mávahlíð hefur orðið honum minnisstæð, því lengi sendi hann foreldrum mínum jólakort eftir þetta. Seinna þennan vetur fór ég í skóla til hans, einn og hálfan mánuð. Var hann minn fyrsti kennari. Þetta var veturinn 1931-32. Á annan dag í nýári er komið var á fætur var veðrinu farið að slota. Orðið fjallabjart. Um hádegi var komið logn, og birti upp með frosti. Mikill snjór var á jörð. Stórir og miklir skaflar voru víðsvegar og markaði ekki spor í þá, svo samanþjappaðir voru þeir. Fyrsta verk föður míns þennan morgun var að ráðast í að moka upp brunninn. Það var bæði erfitt og illt verk. Þegar því var lokið voru tíu tröppur niður, en þá rann vatnið. Blessaður lækurinn, sem aldrei þraut vatn í, hvorki í frostum né þurrkum. Þröngt var niðri í brunnhúsinu, varla hægt að koma fyrir vatnsfötu. Eg man þegar pabbi kom með fyrstu föturnar inn í eldhús, og fékk mömmu, sem óðara setti vatn í ketilinn og fór að hita kaffi. Lilja amma var að búa sig til fjósverkanna. „Bíddu eftir kaffinu Lilja mín“, sagði mamma. „Það er alveg að sjóða á katlinum“. „Kýrnar eru mikið þyrstari en ég“, svaraði amma og skundaði með fötur sínar í brunninn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Breiðfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.