Breiðfirðingur - 01.04.1982, Side 88
86 BREIÐFIRÐINGUR
fullorðnu eru fyrir löngu hættir að taka eftir. Orð, sem kastað er
fram í hugsunarleysi, geymist í barnssálinni, kannski lengur en
það vildi sjálft. Börn hafa ósljóvgaða réttlætiskennd, og fella því
oft þungan, en réttlátan dóm, í hjarta sínu yfir hinum fullorðnu.
Ég hugsaði oft sem svo: Hvers vegna blóta hinir fullorðnu, sem
okkur er þó bannað?
Að mestu kenndi mamma okkur lestur og skrift, og hlýddi
okkur yfir kristinfræði. Hún var mjög lipur við það, enda hafði
hún fengizt við barnakennslu sem ung. Til gamans vil ég geta
þess, að í fyrra hitti ég fullorðna konu, dóttur Bjarna heitins í
Ásgarði, sem flestir eldri Islendingar munu kannast við. Sagði
hún mér, að mamma mín hefði kennt sér að þekkja stafina. Þetta
fannst mér sem kærkomin kveðja frá fortíðinni. Farkennarar
voru vanalega teknir í tvo mánuði á vetri á einhverjum bæ, og
börnunum hópað þar saman. Geta allir séð, hversu takmarkaður
árangur hefur orðið af slíkri kennslu. Allt voru þetta góðir
kennarar, en tíminn bara of stuttur. Helzt minnist ég Péturs
Gunnlaugssonar frá Álfatröðum. Hann var góður kennari, og
sérstakt ljúfmenni. Einnig Olafs Jóhannessonar, kaupmanns að
Grundarstíg 2, Reykjavík. Hann hafði gott lag á börnum, án
heraga. Sólveig Sigfúsdóttir frá Hólmlátri kenndi okkur líka
einn vetur, og við hana féll okkur einnig mjög vel. Klemens,
síðar bóndi í Gröf, kenndi mér ekki, því ég var þá of ung, en
hann orti til mín vísu þessa:
Þú er sem fjóla í unaðsfögrum lund
mót árdagssól, er bros þitt einatt lítur,
ei angursgjóla ami neina stund
þú átt þér skjól hjá guði, er aldrei þrýtur.
Bókakostur var þó nokkur á heimili okkar. Allt var marglesið,
jafnvel lært utanað, næstumetið. Allar Islendingasögurnarvoru
til, ljóðabækur aldamótaskáldanna og fleiri, Ben Húr, Quo