Breiðfirðingur - 01.04.1982, Blaðsíða 121
BREIÐFIRÐINGUR 119
Torfíð rist, þurrkað, reitt heim, raðað á tóftina, hælaðniður. Til
þess voru allir lærleggir kinda hirtir.
Hissa var ég oft hversu allir hlökkuðu til leitanna, ekki síst
karlmennirnir, sem þurftu þó að hafa svo mikið fyrir þessu
kindaragi. Ekki var skemmtilegt að passa úrtíninginn. En að
„fara í réttina“ - jú, allir krakkar hlökkuðu til þess.
Þegar ég var á 9. árinu var húskona hjá okkur með dóttur sína,
jafngamla mér. Við vorum mestu mátar. Okkur langaði til að
ríða í réttina, enginn hesturinn var afgangs fyrir okkur. Þá
tókum við það ráð, að leita til hjónanna í Teigi (næsta bæ), þau
voru svo greiðvikin og góð. Það var erfitt að biðja um hestlán, en
leyfíð var fúslega veitt. Við fengum stóra, gamla meri, hinn
mesta stólpagrip, sem var stöðug í spori. Við lögðum á hana
söðulinn hennar Borgu, hann var djúpur með hárri sveif. Svo
settumst við báðar í söðulinn, eins og í hnakk og ferðin gekk vel.
Miklir voru snúningarnir við féð á haustin, smala saman, reka
rekstra, og taka til sláturféð. Um aldamót var ekkert sláturhús í
sýslunni. Fjárkaupmenn smöluðu saman fé hjá bændum, fyrir
verslanir í Stykkishólmi, svo var því slátrað á vissum stöðum
undir beru lofti og kjötið flutt á bátum til Stykkishólms.
Rétt fyrir aldamótin var sótt slátur frá okkur út í Skarðsstöð.
Eg man það vegna þess, að Jóa fór til þess að þvo innan úr. Og ég
heyrði fólkið tala um að blóðið væri kanske orðið skemmt.
Litlu var slátrað af fé til heimilis hjá okkur, féð var svo fátt.
Aftur á móti var slátrað heima gömlum kúm og kálfum.
Hrossakjöt var ekki um hönd haft. A einstaka heimili var
hrossakjöt haft til matar og fannst mér fólkið tala um það með
andúð.
í blóðmörinn voru höfð fjallagrös. Lifrin var skorin á bretti
með stóru járni, svipað tóbaksjárni. Eftir að slátrið var soðið, var
það sett í tunnur til súrsunar. Svið og lundabaggar voru
hátíðamatur.