Breiðfirðingur - 01.04.1982, Blaðsíða 78
76
B REIÐFIRÐINGUR
þeim. Við börnin vorum ávallt full eftirvæntingar, er kýrnar
skyldu látnar út, fyrst á vorin, því þá voru þær vanar að taka
fjörugt dansspor, með mikilli innlifun, en kannski af minni fími.
Enda mundi margur maðurinn vera farinn að stirðna, ef standa
ætti, sem sagt í sömu sporum heilan vetur.
Eitt sinn var það, að kýr voru látnar út fyrst um vor, að
bröndótt kvíga, sem fæðzt hafði um haustið, eftir að kýr voru
teknar inn, og hefur því haldið að fjósið væri allur heimurinn,
tók til fótanna, sveif í trylltum tangó niður túnið, skellti sér í
sjóinn og synti rétt eins og hún hefði aldrei gert annað, langan
veg, unz hún tók land í svokölluðum Drangaflögum. Það eru
nokkur stór sker, sem mig minnir að færu í kaf um flæði. Þangað
sótti pabbi Bröndu litlu á báti. Hún átti eftir að verða góð
mjólkurkýr og sómi sinnar stéttar.
Jólahald var fremur fábrotið hjá okkur, beri maður það saman
við jólahald almennt nú á dögum. En hátíðleiki og sönn gleði
held ég að hafí verið engu síðri. Jólagjafir minnist ég ekki að hafa
heyrt talað um, en allir urðu að fá einhverja nýja flík, til dæmis
fallega sortulyngslitaða sauðskinnsskó með hvítum eltiskinns-
bryddingum, og kannski með fallegum rósaleppum í, því ella
mátti búast við að fara í jólaköttinn. Svo fengum við eldri börnin
Jólakveðju. Það var jólablað, gefíð út af dönskum sunnudaga-
skólabörnum. Presturinn, séra Lárus Halldórsson, útbýtti
þeim, eftir að hafa skrifað nöfnin okkar á þau með sinni frábæru
rithönd, og þar á ofan með rauðu bleki. En ein af hans mörgu
listgreinum var skrautskrift. Svo gaf pabbi okkur jólakertin. Við
krakkarnir fengum allavega lit snúin smá-kerti, fullorðna fólkið
eitt stórt að auki. Mamma steypti oft kerti úr tólg, en þau voru
ekki notuð á jólunum.
Á Þorláksmessu var hangikjötið soðið í útieldhúsi, þar hafði
það einnig verið reykt. Það skömmtuðu foreldrar mínir á
aðfangadagskvöld. Annars kom pabbi aldrei nálægt þeim