Breiðfirðingur - 01.04.1982, Síða 136
134 BREIÐFIRÐINGUR
Sigurðssonar. Þau fluttu í Saurbæinn, er Magnús var á fyrsta
árinu, og áttu þar heimili á Þverfelli, Staðarhóli og í
Hvammsdal, en árið 1908 fluttu þau að Dagverðarnesi og síðan
á Á, en árið 1914 settust þau að á Ballará og áttu þar heimili æ
síðan.
Magnús ólst því upp á mörgum stöðum, í hópi sjö systkina, og
átti því víða rætur í sveitum Breiðarfjarðar og þá auðvitað
einkum á Ballará, þar sem hann bjó síðan allan sinn búskap, því
hann gerðist þar ungur bóndi að föður sínum látnum, árið 1922,
og bjó þá fyrst með móður sinni og systrum, en 1933 kvæntist
hann eftirlifandi konu sinni, Elínborgu Guðmundsdóttur frá
Frakkanesi. Þau eignuðust átta börn og eru sjö þeirra á lífí,
Guðrún og Skúli á Ballará, Guðríður Stefanía, Elín, Elísabet,
Ólafía og Guðmundur, sem búsett eru syðra. Þá ólu þau upp
Óskar Jónsson á Ballará, sem ávallt hefur átt þar heimili.
Magnús var maður greindur vel, myndarlegur á velli,
sviphreinn, augun skörp og tillitið skýrt og glaðvært og gjarnan
gáski og gamansemi á vörum, ef svo bar undir, hugurinn frjór og
leitandi, enda hafði hann glögga yfirsýn yfír menn og málefni
sinnar heimabyggðar og ástand og horfur í landsmálum létu
hann heldur ekki ósnortinn, - hann hafði þar ákveðnar og
fastmótaðar skoðanir - og vék ekki svo auðveldlega frá sínum
málstað, var fastur fyrir og myndaði sér skoðanir á umræðuefni
hversdagsins og viðhorfum samfélagsins á grundvelli þeirrar
lífsreynslu, sem lífið hafði gefíð honum. Hann hafði alizt upp
við kröpp kjör þeirrar tíðar, þegar veraldarefnin voru ekki
sjálfgefm og menn þurftu að hafa fyrir því að lifa og afla þess
viðurværis, sem nauðsynlegt var til lífs og afkomu, og því gerði
hann sér glögga grein fyrir því, að það þarf fyrirhyggju og
hagsýni til að sjá búi sínu og afkomu borgið, og vafalaust hafa
það verið honum hyggindi, er í hag komu, að sjá sér og sínum
farborða með dugnaði og útsjónarsemi og nýta í því tilliti sem