Breiðfirðingur - 01.04.1982, Blaðsíða 51
Guðrún Jónsdóttir frá Prestsbakka
Barrey
Suðureyjar heita einu nafni á íslensku eyjar þær, er liggja eins
og hlekkir í festi meðfram norðvesturströnd Skotlands. Skotar
kalla þær ýmist The Western Isles (Vestureyjar) eða The
Hebrides. Eyjakeðjan er 130 mílur (um 200 km) frá nyrsta odda
Lewis að Pabbey lengst í suðri. Jarðfræðilega eru eyjarnar með
elsta landi í Evrópu, allt að 2600 milljón ára gamlar. Jökulrof
ísaldarjökulsins, brimrof og vindrof hafa síðan mótað þær og
breytt þeim smátt og smátt.
Landslag eyjanna er íjölbreytilegt. Nyrsta eyjan, Lewis, eða
Ljóðhús eins og hún var kölluð til forna, er tiltölulega ílöt og
mikill hluti hennar eru mómýrar, sem verða að kviksyndi í
stórrigningum, en bændabýlin standa á hólum og hæðum á
mýrlendinu. Eftir því sem sunnar dregur verða eyjarnar
hálendari og sumar þeirra sæbrattar, en fegurst er landslagið á
Barra, þar sem fjalllendinu hallar niður að grasigrónu
undirlendi, sem girt er gulhvítum skeljasandsíjörum.
Suðureyjar voru íslendingum kunnar að fornu. Þaðan komu
á þriðja tug landnámsmanna, sem nefndir eru með nafni í
Landnámabók, en fæstir þeirra voru þó suðureyskir að ætt. Ekki
getur Landnámabók þess frá hvaða eyjum innan Suðureyja
þessir menn hafi komið, nema þeir sem komu frá Barra, en þeir
voru átta talsins. Auk þess eru nefndar tvær konur - önnur
þeirra Álfdís hin barreyska, kona Ólafs feilan, en hún var
Konálsdóttir, Steinmóðssonar, Olvissonar barnakarls. Olvir
barnakarl var maður norrænn er hafði sest að á Barra.