Breiðfirðingur - 01.04.1982, Blaðsíða 137
BREIÐFIRÐINGUR 135
bezt öll landsins gæði samfara því að gæta vel þess, sem aflað
var, og bera virðingu fyrir verðmætum.
Magnús sinnti ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína og
hérað, sat í hreppsnefnd um árabil, átti sæti í stjórn
búnaðarfélagsins og ræktunarsambandsins, var í skólanefnd og
kaupfélagsstjórn auk fleiri starfa.
Magnús lézt í Sjúkrahúsinu í Stykkishólmi eftir stutta
sjúkdómslegu þar, 84 ára að aldri og var jarðsettur á Skarði 27.
október 1981.
Hólmfríður Andrésdóttir, frá Gerði í Hvammssveit,
andaðist 22. október 1981. Hún var fædd í Teigi í Hvammssveit
22. janúar árið 1888. Voru foreldrar hennar Andrés Magnússon,
Jónssonar frá Glerárskógum, og kona hans Olöf Loftsdóttir frá
Víghólsstöðum, Jónssonar. Hólmfríður var tveggja ára, er
foreldrar hennar fluttu að Gerði, þar sem hún síðan ólst upp til
fullorðinsára, og þar átti hún raunar heimili lengst af ævi sinnar
- í dalnum fagra undir Tungustapa -.
Árið 1919 giftist hún Einari Eyjólfssyni frá Pálsseli í
Laxárdal. Hann hafði áður verið kvæntur Jófríði, systur
Hólmfríðar, en missti hana eftir flögurra ára sambúð. Þá höfðu
þau eignazt tvö börn, sem þau misstu bæði ung. Við þessar
aðstæður kemur Hólmfríður inn í líf Einars, og þau bjuggu
síðan í farsælu hjónabandi allt þar til Einar lézt. Þeim varð ekki
barna auðið.
Þau bjuggu fyrst í Hólum í Hvammssveit og árið 1921
fluttust þau að Sælingsdalstungu, en árið 1928 settust þau að i
Gerði og bjuggu þar allt til ársins 1970, er þau urðu fyrir aldurs
sakir og vanheilsu að bregða búi. Eftir það voru þau á
dvalarheimilinu á Fellsenda þar til Einar lézt 23. nóv. 1975.
Hún dvaldist þar raunar áfram, þar til fyrir þremur árum, er
hún fór á Sjúkrahúsið í Stykkishólmi.