Breiðfirðingur - 01.04.1982, Blaðsíða 36
34
BREIÐFIRÐINGUR
þessu og hlakkaði til að hitta alla vinina mína í hesthúsinu á
morgun. Þannig hugsaði ég og tók nú sprettinn og hljóp sem
fætur toguðu inn hlíð og inn fyrir kindurnar sem ég hóaði saman
og rak heim. Mér var litið til hafsins er ég dólaði niður hlíðina.
Þetta var rétt hjá afa. Svartur var himinninn niður í hafið og
brimið drundi við helluna. Allt í einu heyrðist hvinur í
klettunum fyrir ofan mig, og fram af brúninni hinumegin við
gilið kom skafmoldarstroka. Kindurnar hertu nú sporið og
runnu heim að húsunum.
Þær voru glaðar á svip af tilhlökkun yfir að fá ilmandi
heytuggu að borða. Hatta gamla, forustuærin, fór léttstíg á
undan og beint í opna króna sem afi stóð við. Hinar ruddust á
eftir og átti afi fullt í fangi með aðbægjaþeimfráaðtroðasttvær
í einu, en þá var hætta á að þær sætu fastar í dyrunum.
Meðan afi taldi í krærnar á stóra húsinu, kom pabbi úr
hesthúsinu og taldi inn í litla húsið. Afi batt nú aftur hurðirnar
og hlúði að dyrunum og byrgði allar gættir með snjó, svo ekki
skæfi inn ef gerði mikla skafmold. Pabbi fór eins að. Meðan þeir
voru að ganga frá húsunum töluðu þeir saman um veðurútlitið.
Afi sagði sitt álit afdráttarlaust. „Hann stendur að með
vonskuveður, sem skellur yfir áður en varir“. „Það er þábest að
ég fari strax af stað að sækja hestana“, mælti pabbi, en ætlaði
þó að hinkra við eftir Hirti í Tröð. Hann hafði ákveðið að verða
pabba samferða að sækja sína hesta. Pabba fannst nú ekki eftir
neinu að bíða þar sem veðrið fór versnandi, en í sömu andrá og
hann var að fara frá okkur afa, sem vorum nú á heimleið, segir
pabbi: „Nei, hver er þarna á ferð“. Við sáum öll hvar maður
kemur gangandi lengst burtu á hvítri snjóbreiðunni niðurundan
Holtsendunum. Maðurinn sýndist afskaplega stór og var
svartklæddur. Hver gat þetta verið, og það á gamlársdag. Við
stóðum þarna sem steini lostin og horfðum á manninn sem kom
labbandi eftir ísilögðu vatninu fyrir neðan túnið. Við sáum að