Breiðfirðingur - 01.04.1982, Blaðsíða 26
24
BREIÐFIRÐINGUR
lands annars staðar. Þá horfðu þau á eftir honum út í óvissuna,
út í veður og sorta. Þá reyndi mikið á Helgu. - Hún mátti líka
horfa upp á slysið haustið 1916, þegar sambýlismaður þeirra
fórst þar í lendingunni. En Helga var trúuð kona og tók
erfíðleikunum af stillingu. Enda fór allt vel í hennar fjölskyldu.
Páll kom ávallt heill í höfn með alla sína menn. Hann var djarfur
sjómaður og farsæll.
Höskuldsey er erfíður staður til að búa á en hún á líka sína
sumarfegurð og sín dásamlegu og draumkenndu vor. Hún var
hans óskaland, enda stutt á fengsæl fiskimið. Það þurfti mikla
matbjörg fyrir stóran barnahóp .
Á seinustu árum Páls, eða árið 1926 var viti reistur í
Höskuldsey og seinna gott íbúðarhús, en þess nutu þau ekki
lengi. Þau brugðu búi eins og áður er sagt 1931 og fóru fyrst í
húsmennsku í Ögur í 2 ár en fluttu þá í Stykkishólm þar sem þau
voru til æviloka. Helga andaðist 20. nóvember 1941. Páll var þá
orðinn heilsulítill og þegar hann hafði misst sinn góða
lífsförunaut voru dagarnir langir. Hann var hættur að fara á sjó
með drengjunum sínum eins og áður. Hann dvaldi síðustu árin í
Vík hjá syni sínum Ágústi og andaðist þar 19. apríl 1953.
Höskuldseyjarhjónin Páll og Helga eignuðust saman 14 börn.
Auk þess ólu þau upp bróðurson Helgu, Kristján Jónsson. Af
börnum þeirra komust tólf til fullorðinsára og eru níu þeirra enn
á lífí, þegar þetta er ritað í janúar 1982.
Afkomendur Helgu og Páls
1. Magðalena Svanhvít. F. á Helgafelli 25. nóv. 1894. Gift
Jóni Rósmann Jónssyni frá Þormóðsey. Jón stundaði
sjómennsku lengstum en hún húsmóðurstörf. Þeirra böm:
Pétur, Guðríður, Anna, Páll, Jón, Gísli Berg, Sigríður,
Sveinbjörg, Ása, Pálmi, Sigurborg María.