Breiðfirðingur - 01.04.1982, Blaðsíða 90
88
B REIÐFIRÐIN GUR
var mun stærri. Sterkan skógarilm lagði þaðan, er rignt haíði.
Presturinn á Breiðabólstað var Lárus Halldórsson. Hann var mikill
trúmaður, listfengur og skáld gott, en bar þungan veikindakross.
Kona hans var Arnbjörg Einarsdóttir, hún var elskuleg og
glæsileg og gat ávallt brosað gegnum tárin. Eg held að hennar
ævibraut hafi verið stráð næstum óvenju mörgum þyrnum. Hún
lifði mörg ár hér í Reykjavík eftir að maður hennar dó. Alla
þyrnana ætla ég mér, allar rósirnar geymi ég þér, sagði séra
Bjarni Jónsson er hann jarðsöng hana. Þannig túlkaði hann
fórnfýsi hennar til ástviná sinna og meðbræðra. Þau hjónin
eignuðust sex góð og vel gefín börn. Elzti sonur þeirra, Bárður,
kom næstum daglega að/Dröngum, einhverra erinda. Honum
fylgdi ávallt gleði. Hann'var okkar elskulegi leikbróðir, sem ég
minnist með þakklæti. Éann drukknaði ungur, ásamt Halldóri,
bróður sínum á togaranum Olafi. Stefán, bróðir minn, lét eina
dóttur sína heita Bártj í minningu æskuvinarins. Uppkominn
son missti frú Arnbjörg einnig, er Einar hét.
Ég held að kirkjusókn hafi verið fremur góð, enda voru
kirkjuferðir næstum einu tækifærin til mannfunda, burtséð frá
þingum og réttum, sem hvorttveggja fór fram á Dröngum. A
sunnudagsmorgnum sáum við glampa á hvít segl á bátum
eyjamanna, sem voru að koma til kirkju. Þeir lentu áDröngum,
gengu oftast um hlaðið á uppeftirleið, en á heimleið stönzuðu
þeir fremur. Að fá þessa góðu gesti, ásamt öðrum, með þeirri
gleði, sem þeim fylgdi, var munaður, sem við hefðum ekki viljað
vera án. Eyjamönnum fylgdi ávallt einhver hressandi andblær,
einhver léttleiki, sem ég get ekki lýst. Stafaði hann kannski af
sjávarseltu í blóðinu, eða af unaði eftir kossa Ægisdætra?
Einn vetur öðrum fremur, markaði djúp spor í sál mína, sem
aldrei hafa með öllu horfíð. Þá lá mamma veik í margar vikur
eftir að hafa fætt andvana barn. Eitt kvöldið var henni næstum
blætt út. Mér fannst ég sjá að hverju drægi. Ég held að hún hafi