Breiðfirðingur - 01.04.1982, Blaðsíða 92
90 BREIÐFIRÐINGUR
með svört augu og svart hár. Þegar María kom, heilsaði hún með
orðunum: Hér sé guð. Öryggi og blessun fylgdi komu hennar.
Hún hafði einnig tekið á móti Ingimundi, og mamma bar mikið
traust til hennar. Þegar ljósa var að enda við að lauga barnið,
kom pabbi utan úr Hólmi. Hann klappaði á svarta kollinn og
sagði: Velkominn í heiminn, karlinn. Þessi drengur var skírður
Magnús Jón, eftir föður og stjúpa mömmu. Hann er fyrverandi
símstjóri í Hafnarfirði, og sá eini af bræðrum mínum, sem enn
er á lífí. Stefán, Bogi og Ingimundur eru allir dánir fyrir
nokkrum árum. Systurnar Sigríður, Jóhanna og Friðbjörg eru
allar orðnar ekkjur og búa í Reykjavík, en Salbjörg giftist ekki og
býr í Hafnarfirði.
Ég minnist fullorðinnar konu, er var á Ströndinni. Hún hét
María Vigfúsdóttir Hjaltalín og var systir séra Jens Hjaltalín, er
var prestur að Setbergi í Eyrarsveit. Um aldur hennar veit ég
ekki, en mér fannst að hún hlyti alltaf að hafa verið til. Hún átti
ekki beinlínis heima á einhverjum ákveðnum bæ, en þó held ég,
að hún hafi verið skrifuð á Dröngum. Hún dvaldist tíma og tíma
á hverjum stað, eftir því sem henni þóknaðist, eða gekk um, eins
og það var kallað.
Hún var smáleit, og sökum þess að hún var orðin tannlaus,
var andlitið enn styttra, og er hún tuggði nam hakan nánast við
nefbroddinn. Mjög var hún lág vexti, og hélt ég að það væri
vegna þess að hún væri orðin svo gömul. Ég ímyndaði mér að
fyrst værum við smábörn, síðan yrðum við fullorðin og stór, svo
færum við smáminnkandi unz við yrðum eins og María, og
sýndist mér hún vera komin anzi langt á niðurleiðina. Hún var
barngóð, og kyssti okkur krakkana innilegum tóbakskossi, þegar
hún kom, og gaf okkur kandísmola úr pilsvasa sínum. Hvað var
nú betra í þá daga en kandís? En þar sem kandísinn og tóbakið
var búið að velkjast saman í pilsvasanum, borðuðum við aldrei
þennan sykur. En það vissi hún ekkert um, endahefði þaðverið