Breiðfirðingur - 01.04.1982, Blaðsíða 156
154 BREIÐFIRÐINGUR
Nú var ekki nema um tvennt að ræða. Annaðhvort varð ég að
snúa við, eða reyna að teyma Hrota út í þessa ófæru. Ég nötraði
öll af ótta. Ef ég væri nú að flana út í opinn dauðann með
hestinn, hugsaði minna um mig. Ég hallaði mér fram á makkann
á Hrotta. Hvað átti ég að gera? Hrotti hefur efalaust skynjað að ég
var í vanda stödd, hristi sig og frísaði, allhressilega. Var hann að
reyna að veita mér styrk. Ég tók það svo. Klappaði honum um
höfuðið og sagði:, ,Jæja Hrotti minn, þá leggjum við af stað“. En
nú brá mér. Hann stóð sem fastast þó að ég togaði í tauminn eða
hottaði á hann. Nú var ég alveg ráðalaus. Allt í einu datt mér í
hug að fara sjálf og prófa þessa nýföllnu skriðu, og láta Hrotta
eiga sig á meðan. Jú, hann stóð kyrr, og hreyfði sig ekki. Ég gat
fótað mig, og mér fannst skriðan ekki mjög laus. Snéri nú til
baka og tók í tauminn á Hrotta, sem hafði staðið grafkyrr, og
hengt niður hausinn. Nú brá svo við að hann fór af stað, beint að
skriðunni,hóf sig upp á afturfæturna eins og hann væri að gera
tilraun í snjóskafli. Ég prílaði á undan og hélt í tauminn, en brátt
óð hann áfram, og fram hjá mér, varð ég þá að hrökklast til hliðar
og sleppa taumnum svo að hann setti mig ekki um koll. Svo
voðaleg ferð og umbrot voru á skepnunni. Grjótið þeyttist
niður skriðuna, og fram af Fluginu. Loks var hann kominn yfír
það versta. Þá tók við djúpur götutroðningur sem aur og umbrot
voru í. En Hrotti sló ekki af ferðinni, áfram braust hann, búinn
að slíta tauminn, hafði stigið á hann í forinni. Ég hirti spottann
sem hafði kastast upp fyrir götuna. Nú var ég orðin langt á eftir.
Þó reyndi ég að þrælast áfram eins og fæturnir framast gátu
borið mig. Nú var engin gata, bara grjót og urð. Allt í einu
staðnæmdist Hrotti, þarna í urðinni. Skyldi hann nú vera fastur.
Grjótið hrundi fyrir aftan hann og framan. Ég stóð á öndinni af
ótta, og staðnæmdist einnig. Allt í einu frísaði Hrotti hátt, og
hentist af stað. Það var sem jörðin léti undan tilþrifum hestsins
sem braust þarna áfram upp á líf og dauða. En, yfír komst hann,