Breiðfirðingur - 01.04.1982, Síða 132
130
BREIÐFIRÐINGUR
Guðrún var vel gefín kona, traust og trygg vinum sínum, föst
fyrir hrein og bein og sjálfri sér samkvæm, myndarleg húsmóðir
og hjá henni var móðurhöndin mild og hlý, því hún var einmitt
þeirrar gerðar, sem veitir traust og hlýleika og getur umvafíð
með kærleika þá, sem henni stóðu hjarta nær, enda segir
Sighvatur sonur hennar, er hann hugsar heim til
bernskuheimilisins:
Berst í hugann bernsku óður
bænir þínar muna skal.
Leitar oft minn hugur hljóður
heim til mömmu í Hvítadal.
Hugurinn geymir margar bjartar myndir frá Hvítadal.
Þangað var ávallt gott að koma. Þau voru sérlega gestrisin bæði,
Guðrún og Torfí, hann kátur og hlýr, svipmikill höfðingi heim
að sækja - hún hin trausta stoð heimilisins, sem veitti gestum
sínum ávallt hinn besta beina, og saman veittu þau heimilinu á
Hvítadal þá reisn og þann hlýleika, sem gerði heimsókn þangað
ávallt ánægjulega og vináttu þeirra verðmæta og þakkarverða.
Torfi lézt 1972, og mörg síðustu æviárin átti Guðrún heimili í
skjóli barna sinna í Kópavogi. Hún lézt á Landakotsspítala í
Reykjavík á 84. aldursári og var jarðsett á Kirkjuhvoli í Saurbæ
3. marz 1981.
Margrét Jóhannsdóttir frá Neðri-Brunná í Saurbæ,
andaðist 27 apríl 1981. Hún var fædd að Skógum á Fellsströnd
21. ágúst 1898. Foreldrar hennar voru Jóhann Jónasson, bóndi
þar og kona hans Margrét Júlíana Sigmundsdóttir, og í Skógum
ólst Margrét upp til fullorðinsára í hópi tíu systkina.
Eftir að Margrét hafði náð fullorðinsaldri, dvaldi hún
vetrartíma hjá móðursystur sinni á Hellissandi og síðan vann
hún á Staðarfelli á annað ár og þar kynntist hún manni sínum,
Sæmundi Guðmundssyni, er einnig starfaði þar á því stóra