Breiðfirðingur - 01.04.1982, Blaðsíða 135
133
BREIÐFIRÐINGUR
bezta aldri, frá fjórum ungum börnum þeirra. Þetta heimili
tekur Vigfúsína að sér og giftist síðar Benedikt og bjuggu þau á
Stóra-Múla allt til ársins 1958, er þau brugðu búi og fluttust til
Reykjavíkur. En hugurinn stefndi vestur, þeirra beggja, og að
ári liðnu flytja þau vestur og reisa sér lítið og snoturt hús í landi
Stóra-Múla og nefndu Armúla. Þar áttu þau svo heimili um 16
ára skeið, en síðustu árin dvaldi Vigfúsína á Elliheimilinu
Grund í Reykjavík.
Vigfúsína var um margt minnisstæð kona, hreinlynd, kom til
dyranna eins og hún var klædd, dugnaðarforkur að hverju sem
hún gekk, bæði úti og inni, fórnfús og eljusöm, ákaflega
greiðvikin og hjálpsöm, þegar til hennar var leitað um aðstoð, og
nutu þess mörg heimili önnur en hennar, en heima var hún oft
drifíjöðrin í búskapnum, hafði mikla sinnu á öllu því, sem gera
þurfti, óx aldrei neitt í augum, enda áhuginn mikill að hverju
sem hún gekk. Hún var trygglynd og artarleg við þá, sem áttu
hug hennar og velvilja. Hún bar með sér hressandi andblæ, var
létt í máli, ræðin og minnug og hafði yndi af að skeggræða
hlutina og velta fyrir sér hinum margvíslegustu efnum, og
hugurinn bar hana stundum inn á lönd fegurðar og gleði, þar
sem kærleikur Guðs og fegurð söngs og ljóða sátu í öndvegi og
draumarnir gátu rætzt. Hún var í eðli sínu félagslynd og naut
þess að deila kjörum með öðrum.
Vigfúsína lézt á sjúkradeild Elliheimilisins Grundar í
Reykjavík 86 ára að aldri og var jarðsett í Fossvogskirkjugarði
15. maí 1981.
Magnús Jónsson Ballará í Klofningshreppi, andaðist 16.
október 1981. Hann var fæddur 30. september 1897 í Þrúðardal
í Kollafirði á Ströndum. Voru foreldrar hans hjónin Elías Jón
Jónsson, Jónssonar frá Keldudal í Skagafírði, Samsonarsonar
alþm. og kona hans Elín Þórðardóttir frá Stóra-Fjarðarhorni,