Breiðfirðingur - 01.04.1982, Blaðsíða 72
70
BREIÐFIRÐINGUR
ári, þegar okkur var komið fyrir í eina viku í Gerðey, hjá Lárusi
og Halldóru, sem ég hef áður nefnt, meðan foreldrar okkar fóru í
ferðalag. Einhver leiðindi sóttu á Boga, þó að allt væri fyrir
okkur gert. Hann þýddist engan nema Lárus. Halldóra mátti
helzt ekki koma upp í rúmið til þeirra, svo eigingjarn var Bogi á
vináttuna við Lárus. Þá gerði Lárus þessar vísur:
Hrynja tárin títt á kinn
tregi er sár hjá Boga,
í vexti smár, en viðfelldinn
viður báru loga.
Hann veit hvað sér hentar bezt,
hylli góðra vina.
Ekki er Bogi enn sem sést
upp á kvenhöndina.
Hart þótt þrengi harmurinn
hrindum frá oss trega.
Blessaður litli Bogi minn
berðu þig karlmannlega.
Bærinn að Dröngum stóð ofarlega í túninu, sem náði niður að
sjó. Hann stóð undir brekku, sem var nokkrir metrar á hæð, en
alllöng. Þar gátu myndazt skaflar á vetrum, jafnvel smáhengjur.
Oft renndi maður sér niður brekkuna með rúmíjöl sem
fararskjóta, en á sumrin óx þar umfeðmingur á nokkru svæði, og
þótti okkur hann til prýði með sín bláu blóm. I miðri brekkunni,
beint fyrir ofan bæinn, var svartur klettur, Bolaklettur. Þar
trúðum við börnin, að Boli ætti heima og fjölskylda hans. Ég
trúði því svo bókstaflega, að það liggur við að ég trúi því enn. En
því var þessi klettur svartur, að alltaf seitlaði vatn niður hann,
því fyrir ofan var uppsprettulind, sem síðar var grafín upp og
vatn sótt í. Mjög auðvelt hefði verið að leiða það í bæinn, en