Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1982, Blaðsíða 98

Breiðfirðingur - 01.04.1982, Blaðsíða 98
96 BREIÐFIRÐINGUR mína, sem átti heima í Hafnarfirði. Hún var þá trúlofuð B.M. Sæberg, bifreiðastjóra. Skeyti hafði verið sent til þeirra um að ég væri að koma. Ég fór suður með gufuskipinu Sterling, sem var víst nokkuð stórt. En tvær urðum við að vera í sömu koju. Konuna, sem ég svaf hjá, þekkti ég ekki neitt, en hún var mjög þægileg. Við komum snemma morguns til Reykjavíkur. Allir flýttu sér í land. Bílar komu rúllandi niður að skipi og sóttu fólk, en hvergi sá ég systur mína né tilvonandi mág. Þarna stóð ég á dekkinu eins og nátttröll, sem dagað hafði uppi. Þegar komið var hádegi, sá ég að svona gat þetta ekki gengið. Ég fór því upp á hafnargarðinn. Þar stóð kona með litla stúlku sér við hönd. Mér var ljóst að nú var annaðhvort að duga eða drepast. Ég sveif á konuna, og spurði, hvort hún vissi, hvar Laufásvegur 4 væri. Þar bjó Guðmundur Breiðfjörð, en hann var vinur föður míns. Hún kvaðst vita það, og bauðst til að fylgja mér þangað. Oft hefur mér verið hugsað til þessarar góðu konu, og bið ég Guð að blessa hana og barnið, hvort sem þær eru lífs eða liðnar. Þetta var á sunnudegi, og er að Laufásveg 4 kom, opnaðist mér heill heimur af elskulegheitum. Frú Guðrún tók mér opnum örmum, og leiddi mig að borði fullu af dýrindis mat. Mér fannst sem ég væri komin til himnaríkis og fólkið væri englar. Þannig verkuðu viðtökurnar hjá hjónunum og börnum þeirra tveimur á mig, Dórótheu, sem var á líkum aldri og ég, og Agnari, sem var yngri. Frú Guðrún reyndi án árangurs að hringja í systur mína, en hún hafði farið úr Hafnarfirði og aldrei fengið skeytið. I heila viku mátti Breiðfjörðsfjölskyldan sitja uppi með þetta viðundur, sem rekið hafði á fjörur hennar. Thea, eins og hún var kölluð, varð síðar kona Þorsteins O. Stephensens, leikara. Mér er minnisstætt, hve falleg og fín hún var, og hún var svo góð við mig, var alltaf að greiða mér og punta mig. Loks rann upp sá dagur, er Sæberg kom og sótti mig. Þröngt var í bílnum. Maggi minn, þú situr undir telpunni, sagði hann við ungan pilt, sem sat
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Breiðfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.