Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Blaðsíða 12

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Blaðsíða 12
S a lv ö r N o r d a l 12 TMM 2009 · 3 bændasamfélagi í nútímalegt tæknisamfélag. Sú hraða uppbygging sem þá átti sér stað hefur eflaust gefið Íslendingum það sjálfstraust að þeir héldu að þeir gætu stokkið nánast alskapaðir inn í alþjóðlega fjármála- starfsemi þegar tækifæri gáfust. Útrásin gaf fyrirheit um að Íslendingar gætu haslað sér völl á alþjóðlegum vettvangi; við vorum allt í einu stór og nutum þess í þann stutta tíma sem það varði. Að mati Aristótelesar liggja dyggðirnar mitt á milli tvennra öfga. Þannig liggur hugrekki milli fífldirfsku og hugleysis og heilbrigt sjálfstraust milli vanmats og oflætis. Sjálfstraust þjóðar verður, líkt og sjálfstraust einstaklings, að byggjast á heilbrigðri sjálfsþekkingu og skilningi á samfélaginu, veikleikum þess og styrkleika. Í þeim efnum vil ég sjá Íslendinga „komast lengra og lengra á þeirri braut að miklast ekki yfir öðru en því, sem þeir eiga til, að verða meiri menn á því að þora að sjá takmarkanir sínar og reyna að gera við þeim eins og föng eru á12.“ Vissulega er ljúft að láta sig dreyma – en einn lærdómur bankahrunsins er þó sá að við getum ekki hegðað okkur líkt og stórþjóð. Stærð okkar og styrkur getur aldrei legið í öðru en smæðinni en í henni geta tindarnir líka risið hátt – eins mörg dæmi úr sögu okkar og menningu sýna. Tilvísanir 1 Grein þessi byggist á fyrirlestri sem haldinn var á málþinginu Lýðræði, ríki og þjóð, tileinkað Halldóri Guðjónssyni, dósent, haldið í Háskóla Íslands 27. maí 2009. Halldóri þakka ég fyrir að hafa hvatt mig til að takast á við spurningar þessarar greinar og þátttakendum á málþingi þakka ég góðar ábendingar. 2 Mikael M. Karlsson, „Smáræða“, Skírnir, 166. ár (haust 1992), bls. 418–423. 3 Mikael M. Karlsson, „Smáræða“, bls. 422–423. 4 Small States in International Relations, ritstjórar: Christine Ingebritsen, Iver Neumann, Sieg- linde Gstöhl og Jessica Beyer, University of Washington Press, Seattle og University of Iceland Press, Reykjavík, 2006. 5 Ég þakka Halldóri Guðjónssyni fyrir þessa samlíkingu. 6 Mikael M. Karlsson, „Smáræða“, bls. 420. 7 Ofvöxtur bankakerfisins á kostnað annarra stofnana var svo sem ekki einsdæmi hér á landi. Í bókinni Banksters. How a Powerful Elite Squandered Ireland’s Wealth, eftir David Murphy og Martina Devlin, er fjallað um bankakreppuna á Írlandi og því haldið fram að fjármálaeftirlitið þar í landi hafi engan veginn stækkað og styrkst í takti við bankakerfið. 8 Gylfi Þ. Gíslason, Vegsemd þess og vandi að vera Íslendingur, Setberg, Reykjavík, 1994. 9 Guðrún Nordal, „Endurtekin stef um óhóf, ofsa og ágrind“, Skírnir, 183. ár (vor 2009), bls. 76–86. 10 Viðskiptaþing: Ísland 2015, Viðskiptaráð, Reykjavík, 2006. 11 Sjá greinina „Hvað kostar að tala íslensku“ á http://www.heimur.is/heimur/Search/news/ Default.asp?ew_0_a_id=138249. 12 Sigurður Nordal, „Sjálfstæðisbarátta Íslendinga. Fjögur útvarpserindi“, Samhengi og samtíð III, HÍB 1996 bls. 326. TMM_3_2009.indd 12 8/21/09 11:45:27 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.