Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Blaðsíða 12
S a lv ö r N o r d a l
12 TMM 2009 · 3
bændasamfélagi í nútímalegt tæknisamfélag. Sú hraða uppbygging sem
þá átti sér stað hefur eflaust gefið Íslendingum það sjálfstraust að þeir
héldu að þeir gætu stokkið nánast alskapaðir inn í alþjóðlega fjármála-
starfsemi þegar tækifæri gáfust. Útrásin gaf fyrirheit um að Íslendingar
gætu haslað sér völl á alþjóðlegum vettvangi; við vorum allt í einu stór
og nutum þess í þann stutta tíma sem það varði. Að mati Aristótelesar
liggja dyggðirnar mitt á milli tvennra öfga. Þannig liggur hugrekki milli
fífldirfsku og hugleysis og heilbrigt sjálfstraust milli vanmats og oflætis.
Sjálfstraust þjóðar verður, líkt og sjálfstraust einstaklings, að byggjast á
heilbrigðri sjálfsþekkingu og skilningi á samfélaginu, veikleikum þess
og styrkleika. Í þeim efnum vil ég sjá Íslendinga „komast lengra og
lengra á þeirri braut að miklast ekki yfir öðru en því, sem þeir eiga til,
að verða meiri menn á því að þora að sjá takmarkanir sínar og reyna að
gera við þeim eins og föng eru á12.“ Vissulega er ljúft að láta sig dreyma
– en einn lærdómur bankahrunsins er þó sá að við getum ekki hegðað
okkur líkt og stórþjóð. Stærð okkar og styrkur getur aldrei legið í öðru
en smæðinni en í henni geta tindarnir líka risið hátt – eins mörg dæmi
úr sögu okkar og menningu sýna.
Tilvísanir
1 Grein þessi byggist á fyrirlestri sem haldinn var á málþinginu Lýðræði, ríki og þjóð, tileinkað
Halldóri Guðjónssyni, dósent, haldið í Háskóla Íslands 27. maí 2009. Halldóri þakka ég fyrir
að hafa hvatt mig til að takast á við spurningar þessarar greinar og þátttakendum á málþingi
þakka ég góðar ábendingar.
2 Mikael M. Karlsson, „Smáræða“, Skírnir, 166. ár (haust 1992), bls. 418–423.
3 Mikael M. Karlsson, „Smáræða“, bls. 422–423.
4 Small States in International Relations, ritstjórar: Christine Ingebritsen, Iver Neumann, Sieg-
linde Gstöhl og Jessica Beyer, University of Washington Press, Seattle og University of Iceland
Press, Reykjavík, 2006.
5 Ég þakka Halldóri Guðjónssyni fyrir þessa samlíkingu.
6 Mikael M. Karlsson, „Smáræða“, bls. 420.
7 Ofvöxtur bankakerfisins á kostnað annarra stofnana var svo sem ekki einsdæmi hér á landi. Í
bókinni Banksters. How a Powerful Elite Squandered Ireland’s Wealth, eftir David Murphy og
Martina Devlin, er fjallað um bankakreppuna á Írlandi og því haldið fram að fjármálaeftirlitið
þar í landi hafi engan veginn stækkað og styrkst í takti við bankakerfið.
8 Gylfi Þ. Gíslason, Vegsemd þess og vandi að vera Íslendingur, Setberg, Reykjavík, 1994.
9 Guðrún Nordal, „Endurtekin stef um óhóf, ofsa og ágrind“, Skírnir, 183. ár (vor 2009), bls.
76–86.
10 Viðskiptaþing: Ísland 2015, Viðskiptaráð, Reykjavík, 2006.
11 Sjá greinina „Hvað kostar að tala íslensku“ á http://www.heimur.is/heimur/Search/news/
Default.asp?ew_0_a_id=138249.
12 Sigurður Nordal, „Sjálfstæðisbarátta Íslendinga. Fjögur útvarpserindi“, Samhengi og samtíð III,
HÍB 1996 bls. 326.
TMM_3_2009.indd 12 8/21/09 11:45:27 AM