Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Blaðsíða 34

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Blaðsíða 34
34 TMM 2009 · 3 B ó k m e n n t a h á t í ð efnið þó að persónan sem á að sjá um það veki takmarkaða samúð, jafnt þótt hún sé jöðruð vegna litarháttar, holdafars og uppruna og þjáist af sjálfsmynd- arkreppu sem leiðir að lokum til sjálfsmorðstilraunar. Þess vegna er það viss léttir þegar höfundur víkur sögunni að ættingjum Óskars í Dóminíska lýð- veldinu og fer með hana aftur í tímann, að valdatíma Rafaels Trujillos, harð- svíraðs einræðisherra. Þar er kynnt mun bitastæðara efni og dreginn fram bakgrunnur sem reynist vera í hróplegu ósamræmi við aðstæður Óskars. Mikið er gert úr því í upphafi bókarinnar að á Dóminíkum hvíli viss bölvun sem kölluð er fukú. Sagt er að hún hafi fyrst borist frá Afríku með öskrum þrælanna, en eyjarskeggjar telja að koma Evrópubúa til Hispaniola, eyjarinnar sem Dóminíska lýðveldið stendur á, hafi síðan leyst bölvunina úr læðingi. Þessari bölvun er kennt um allt sem miður fer í lífi eyjarskeggja og skiptir þá engu hvort fólk trúir á þessi hindurvitni eða ekki, því fukú-bölvunin trúir á það, eins og segir í bókinni. Sögumaður telur alla hafa sína fukú-sögu að segja og í hans tilfelli er það einmitt hin skamma ævi Óskars Wao. Hann viðurkenn- ir að sín saga sé hvorki sú ógnvænlegasta né sú sársaukafyllsta en aftur á móti vilji svo til að þessi fukú-saga hafi kverkatak á honum. Það eru sem sé persónu- legar ástæður fyrir því að sagan er sögð, enda er sögumaður í tygjum við systur Óskars um tíma og var líka herbergisfélagi hans í háskóla. Reyndar fær syst- irin að segja söguna að hluta, en sögumennirnir eru í rauninni kapítuli út af fyrir sig og kannski það sem helst steytir á í byggingu bókarinnar. Aðalsögu- maðurinn, Yunior, nær því varla að verða virk persóna í bókinni og líkist einna helst stöðluðum kvennabósa frá Suður-Ameríku. Frásagnarrödd hans ber keim af því, hún er hálfkæringsleg og töffaraleg. Eins og áður sagði gerist stór hluti bókarinnar á tímum einræðisherrans Rafaels Trujillos sem komst til valda árið 1930 og ríkti þangað til hann var myrtur í höfuðborginni Santo Domingo árið 1961. Þó að Trujillo hafi tekist að koma ýmsu góðu til leiðar, m.a. að grynnka á skuldum þjóðarinnar, einkennd- ist valdatími hans af óhæfuverkum. Að því er segir í neðanmálsgrein framar- lega í bókinni var Trujillo líka hégómlegur og kvensamur. Hann gat sér m.a. orð fyrir að nefna staði eftir sjálfum sér og fyrir að sofa hjá glæsilegum konum, t.d. konum undirmanna sinna og það jafnvel á brúðkaupsnótt þeirra. Valdsvið hans einskorðaðist því ekki við almannahagsmuni heldur teygði það sig inn í einkalíf þegnanna. Kvensemi hans veldur því að afi Óskars Wao, læknirinn Abelard, og öll hans fjölskylda, lendir í miklum hörmungum; afinn hafði neit- að að koma með hina íðilfögru Jacquelyn dóttur sína á fund forsetans og er skömmu síðar fangelsaður fyrir róg gegn honum. Belicia, yngsta dóttir hans, sem fæðist tveimur mánuðum fyrir sviplegt andlát móður sinnar og verður móðir Óskars, á um tíma í ástarsambandi við mann sem reynist vera mágur Trujillos. Beliciu er misþyrmt hrottalega í kjölfarið sem verður til þess að hún flyst til Bandaríkjanna. Þessi bók er sem sé að miklu leyti drifin af hvatalífinu sem skilur okkur eftir með spurningar um tengsl stjórnarhátta og hvatalífs, já og hvar hið svokallaða fukú komi inn í þá mynd. Er fukú afleiðing af innrás hvíta mannsins í Nýja heiminn? Er það ringulreiðin og togstreitan sem hefur TMM_3_2009.indd 34 8/21/09 11:45:29 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.