Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Blaðsíða 18

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Blaðsíða 18
18 TMM 2009 · 3 B ó k m e n n t a h á t í ð Fimm árum síðar gaf hann út sína fyrstu bók á hollensku. Hvert ritverkið hefur fylgt öðru en Hús moskunnar er það sem hefur notið mestra vinsælda, þótt enn hafi bókin ekki verið þýdd á ensku. Nýverið kom hins vegar út hjá JPV íslensk þýðing Jónu Dóru Óskarsdóttur á bókinni sem hér hefur verið vitnað til. Vestrænir fræðimenn hafa undanfarna þrjá áratugi keppst við að spá því að íslamska ríkið Íran muni líða undir lok. Þeir gera því skóna að fólk muni kasta af sér oki trúarofstækisins þegar fram líða stundir. Þessar byltingarspár fengu byr undir báða vængi þegar mótmæli tugþúsunda voru barin niður eftir for- setakosningarnar í Íran snemma sumars. Klofningurinn innan gömlu byltingarklíkunnar var sá alvarlegasti í 30 ára sögu íslamska ríkisins. Mótmæli hafa ekki verið algeng og þetta voru líklega þau fjölmennustu síðan byltingin var gerð. En það vakti athygli að fólkið vildi ekki umbylta hinu íslamska ríki, heldur bara losna við ákveðna menn úr stjórnkerfi þess. Slagorð mótmælendanna voru full af trúartilvísunum og grænn, litur íslams, varð einkennislitur mótmælanna. Það síðasta sem fer ofan í kisturnar í kjallara moskunnar, svo lesandinn sjái til, er bréf sem Aga Djan berst, með marglitum túlípönum á frímerkjunum. Í því segir Shahbal að hann sé kominn á öruggan stað. Bréfið mætti auðveldlega lesa sem persónuleg skilaboð höfundarins. Hann segist hafa tekið til við að segja sögur frá gamla landinu, meðal annars sögu húss moskunnar. Hann hafi breytt um ritmál, fyrirverði sig fyrir svikin við móðurmálið, en reyni jafnframt að gæða ritmál sitt töfrum hinnar gömlu persnesku tungu. Bréfið verður hluti af sögu Írans, í kistunum í kjallara moskunnar. Sú saga er skrifuð í dagbækur hófsemdarmannsins Aga Djans. Hann lifði af holskeflu byltingarinnar og stríðsins og aðlagaðist smátt og smátt nýju samfélagi, eins og hríslan sem bognar en brotnar ekki. Erla Sigurðardóttir Naja Marie Aidt Danska skáldið Naja Marie Aidt er eldri dóttir danskra kennarahjóna og kom í heiminn á aðfangadagskvöld árið 1963 í grænlensku byggðinni Aasiaat (Egedesminde) í sunnanverðum Diskóflóa. Í skerjagarðinum eru margar eyjar friðaðar, þar er fjölskrúðugt fuglalíf og hafið krökkt af hvölum. Hvalirnir eða öllu heldur tennur þeirra voru kveikjan að því að Niels Egede, sonur Hans Egede kristniboða, reisti þar verslunarmiðstöð árið 1759. Tveimur öldum síðar voru fiskveiðar mikilvægasti atvinnuvegurinn í Aasiaat en þar er líka mennta- TMM_3_2009.indd 18 8/21/09 11:45:28 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.