Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Blaðsíða 33

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Blaðsíða 33
TMM 2009 · 3 33 J u n o t D í a z því hún fjallar einungis að hluta um hina skömmu ævi Óskars Wao. Bókin er miklu fremur þjóðar- saga Dóminíska lýðveldisins á 20. öld, sögð í gegn- um Óskar en þó einkum fjölskyldu hans. Þar sem þau flækjast á milli Dóminíska lýðveldisins og Bandaríkjanna fellur bókin undir innflytjenda- bókmenntir eins og spænskuskotinn textinn ber með sér. Löndunum tveimur er stillt upp sem and- stæðum þar sem Dóminíska lýðveldið er fulltrúi einræðis og kúgunar en Bandaríkin fulltrúi frelsis og tækifæra að hefðbundnum hætti. Þó örlar á ofurlítilli kaldhæðni í síðarnefnda tilvikinu enda virðist maður eins og Óskar ekki eiga sér viðreisnar von þar í landi. Höfundur biðst hálfpartinn afsökunar á Óskari í upphafi bókarinnar, segir hann ekki vera eina af þeim hetjum sem fólk sé stöðugt að tala um, hann sé hvorki íþróttakappi né kvennabósi. Óskar er ljóti andarunginn, ungur maður sem þjáist af offitu og á í brösum með samskipti við hitt kynið. Spurningin hvort Óskar muni nokkurn tíma komast yfir kvenmann, sem virðist fremur spurning um kynlíf en ást hjá ungæðislegum sögumanni bókarinnar (þótt annað komi kannski á daginn), er eins konar leiðarstef í bókinni. Vandræði hans eru rakin til þess að ung stúlka sagði honum upp, í kjölfarið fór hann að fitna og þar sem hann segist hafa ofnæmi fyrir dugnaði tekst honum aldrei að létta sig að marki sem leiðir til þess að flestar konur sneiða hjá honum. Offita hans skírskotar ekki einungis til frumhvata heldur líka til stöðu hans í samfé- laginu, bæði sem offitusjúklings og hörundsdökks innflytjanda; sagan og sam- hengið sem hann er sprottinn úr virðist hafa gert hann að hálfgerðu viðrini og sjálfsmyndin er eftir því. Það segir því sitt að konan sem uppfyllir að lokum drauma hans reynist vera portkona og kostar hann lífið í landi þar sem ofbeldi er hversdagslegt samskiptamynstur. Óskar birtist okkur sem sérvitringur, maður sem slær um sig með lærðum orðum, liggur í bókum og er sískrifandi vísindaskáldskap sem við vitum lítið um. Saga hans er þó ekki sérlega áhugaverð og gagnast helst sem nokkurs konar rammi utan um átakanlegri harmsögur. Óskar bliknar t.d. í samanburði við aðra fræga persónu í bandarískum bókmenntum sem kemur upp í hugann sökum hugrenningatengsla við titilinn, Francis Macomber í frægri smásögu Ernests Hemingways, „The Short Happy Life of Francis Macomber“, en vel má vera að í þessari skírskotun leynist lúmsk skilaboð um samskipti kynjanna sem eru lengstum á ansi lágu plani í bók Junots, ná varla út fyrir skólapiltsins draum (í titlinum er líka skírskotun til hins samkynhneigða Oscars Wilde því Wao er dóminísk afbökun á Wilde). Spurningin um þann ótímabæra dauðdaga sem boðaður er í titli bókarinnar, verður heldur aldrei sérlega áleitin enda er Óskar ekki persóna sem okkur er annt um, það er einfaldlega of lítið kjöt á beinunum þar sem hann er, þrátt fyrir alla fituna. Það má því segja að höfund- urinn geri miklar kröfur til sjálfs sín; hans verkefni er að halda lesandanum við TMM_3_2009.indd 33 8/21/09 11:45:29 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.