Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Blaðsíða 133

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Blaðsíða 133
T í m i n n l í ð u r e k k i TMM 2009 · 3 133 Maður segir svo margt á ævinni, og síðan máist allt út sem maður hefur sagt, það er ekki lengur neitt. Þetta er það sem ég vildi heyra í tónlist vindsins, í gný bílanna sem óku um götur borgarinnar með þennan rauða ljóshjúp yfir okkur eins og við hefðum lent í miðjum norðurljós- unum. Að segja við stelpu eins og í kvikmyndunum: „Ég elska þig. Ástin mín.“ Að kyssa hana, snerta brjóst hennar, sofa hjá henni uppi í hæð- unum undir gnauði vindsins, ilmi furutrjánna, suði moskítóflugunnar, skynja mjúka húð hennar, heyra hvernig andardráttur hennar verður rámur eins og henni væri illt. Þegar strákur eyðir nótt með stelpu, er það þá ekki þetta sem á að gerast? En ég skalf, ég náði ekki einu sinni að tala lengur. Hún spurði: „Er þér kalt?“ Hún tók utan um mig og þrýsti mér að sér. „Eigum við að kyssast?“ Varir hennar snertu mínar og ég reyndi að gera eins og hún hafði gert uppi á hæðinni, með tungunni. Allt í einu ýtti hún mér harkalega frá sér. Hún sagði: „Ég geri það sem ég vil.“ Hún reis á fætur, gekk fram á þakbrúnina með handleggina út til hliðanna eins og hún ætlaði að hefja sig til flugs. Vindurinn reif í föt hennar og hár. Rauð birtan myndaði einkennilegan geislabaug í kringum líkama hennar. Ég hélt að hún væri brjáluð en það hræddi mig ekki lengur. Ég elskaði hana. Zobéide kom tilbaka og kúrði sig upp að mér. Hún sagði: „Ég ætla að sofa. Ég er svo þreytt, svo þreytt.“ Ég skalf ekki lengur. Hún bætti við: „Þrýstu mér fast að þér.“ Ég svaf ekki. Ég horfði á nóttina snúast. Rauðri birtunni sló enn á himininn, það sást varla stjarna. Það var annað sem snerist og hreyfðist. Borgin bergmálaði eins og autt hús. Zobéide svaf fast. Hún hafði falið andlitið í olnbogabótinni og ég skynjaði þunga hennar á lærinu. Hún rumskaði ekki, ekki einu sinni þegar ég færði höfuð hennar á saman- brotinn jakkann minn og fór út á hinn enda þaksins til að pissa út í tómið, undir vindgnauði skorsteinanna. Í dagrenningu vaknaði hún. Mig verkjaði alls staðar, eins og ég hefði verið laminn. Við skildum án þess að kveðja. Þegar ég kom heim höfðu foreldrar mínir ekkert sofið. Ég hlustaði á ávítur þeirra og lagðist alklæddur í rúmið. Ég var veikur í þrjá daga. Eftir það sá ég Zobéide ekki framar. Jafnvel nafnið hennar var horfið af póstkassanum. Núna er hvert sumar sem nálgast, tómið eitt, því næst ömurlegt. Tím- inn líður ekki. Ég geng endalaust um göturnar að fylgja eftir skugga Zobéide til að reyna að komast að leyndarmáli hennar, heim að dyrum blokkarinnar sem heitir svo fráleitu og dapurlegu nafni, Happy days. Allt þetta fjarlægist en samt sem áður fær það hjarta mitt til að slá örar. Mér tókst ekki að halda í hana, skilja hvað var á seyði, skynja hætturnar sem lágu í leyni fyrir henni, eltu hana. Ég hafði tíma, ekkert skipti máli. TMM_3_2009.indd 133 8/21/09 11:45:38 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.