Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Blaðsíða 136

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Blaðsíða 136
136 TMM 2009 · 3 D ó m a r u m b æ k u r ora, hafi lengi haft illan bifur á Grími og blásið í glæður fjandskapar gegn honum. Þarna mættust stálin stinn, sýslumenn vanir að fara sínu fram en Grímur var þeim ekki auðveldur, fastur fyrir og stífur á meiningunni. Þeim tekst að lokum að gera hann að táknmynd hins óbilgjarna valds sem hægt var að hrópa gegn: Lifi þjóðfrelsið! Drepist kúgunarvaldið! En hetjuskapurinn reynist ekki meiri en svo að eftir Norðurreið og andlát amtmanns fara bændur undan í flæmingi, mæta ekki í yfirheyrslur og vilja lítt við byltingarandann kannast. Sú lýsing verður öll næsta brosleg og birtir manni Norðurreið sem persónulegt uppgjör fremur en hugmyndalega uppreisn, að stærstum hluta ráðabrugg fáeinna óvildarmanna Gríms Jónssonar. En Kristmundur bendir líka á samhengið í sögunni og hin hugsanlegu áhrif Norðurreiðar. Eitt hið hörmulegasta væri þá Pereatið í Lærða skólanum ári síðar þegar snillingurinn og valmennið Sveinbjörn Egilsson var hrópaður niður af frökkum skólapiltum sem vildu ekki sæta aga eða stilla drykkju í hóf. Hann nefnir að forsprakkarnir höfðu fyrr drukkið dús með beggja handa járninu Kristjáni bæjarfógeta, fyrrum skrifara Gríms og meintum kærasta dóttur hans, sem vafalaust hefur ekki latt þá. Engu máli skiptir í sögunni þótt Sveinbjörn hafi ef til vill verið of stífur á meiningunni og ræða hans yfir skólapiltum hafi ekki verið sérlega taktísk. Pereatið stytti ævi Sveinbjörns Egilssonar, landi og þjóð til óbætanlegs tjóns. Hin áhugaverða spurning í þessu samhengi er vitanlega af hverju andstaðan við Grím sprettur upp og að hve miklu leyti ástæður óvinsælda hans liggja í persónu Gríms sjálfs. Í sjálfu sér er öll bókin svar við þeirri spurningu. Og svarið er ítarlegt. Kristmundur hefur leitað víða fanga, nýtur þess að hafa víð- feðma sýn á menn og málefni, og þekkja persónur og leikendur og allt bak- sviðið til hlítar. Sú viðamikla þekking höfundar er helsti styrkur bókarinnar. Þess vegna getur Kristmundur leyft sér í þessari bók, hugsanlega í meira mæli en í fyrri verkum, að leggja út af heimildunum og jafnvel sviðsetja, túlka atburði, varpa fram tilgátum og spurningum sem af þeim leiða. Allt er það gert af varfærni og smekkvísi, og flestar ályktanir höfundar eru sannfærandi og vel undirbyggðar. Jafnframt því sem Kristmundur kannar rækilega allt umhverfi og uppvöxt Gríms, þá skyggnist hann inn í sálarlíf hans. Sem dæmi um slíka athugun má nefna þessa mikilvægu lýsingu á Grími ungum, sem skýrir hvers vegna hann tekur svo nærri sér að fá ekki embætti sem hann átti aldrei raunverulega möguleika á: Hvers vegna fær þetta honum svo mikils? Eru dagdraumar frá bernskuárum enn svo ofarlega í huga hans? Þegar hann var umkomulaus piltur í ríki þeirra Stefánunga, höfðu metnaðardraumar tíðum sótt á hann, orkugjafi þeirra var vafalítið runninn frá „ætt hinni miklu“, eftir leynistigum sálarlífs, þar sem móðurást, særður metn- aður og hefndarhugur falla í sama farveg. Móðir hans og systir hafa aldrei dregið dul á að hlutverk hans mundi verða og ætti að verða að gera veg þeirra sem mestan, lyfta þeim báðum upp úr vinnukonusessi í virðingarstöðu. Allt þetta hafði brugðist að honum þótti. Þó hafði hann heima og heiman verið talinn líklegri til frama en aðrir TMM_3_2009.indd 136 8/21/09 11:45:38 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.