Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Blaðsíða 49

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Blaðsíða 49
TMM 2009 · 3 49 L u i s L ó p e z N i e v e s útvarpsleikgerð Orsons Wells af vísindaskáldsögunni War of the Worlds var útvarpað árið 1938. López Nieves hefur verið ötull lesandi sagnfræðirita frá unga aldri og má segja að mannkynssagan og sögulegar persónur séu uppspretta ófárra verka hans. Hann sækir innblástur í sögulega atburði sem hann síðan lagar eftir eigin höfði. Í grein sinni „La historia como fuente de inspiración literaria“ (Sagan sem innblástur fyrir bókmenntaverk) segir hann að ólíkt sagnfræðingum séu rithöfundar ekki bundnir sagnfræðilegri nákvæmi; eina skylda þeirra gagn- vart nákvæmni sögulegs efnis sé: „Að vera sannfærandi, skemmtilegir […] og liggja eitthvað á hjarta.“8 López Nieves hefur með tímanum þróað með sér aðferð sem hann nefnir „umsnúning sögunnar“ og felst í því að „snúa upp á söguna“, hina opinberu sögu, fylla í eyður hennar, velta fyrir sér hvað hefði orðið ef …, ef hlutirnir hefðu farið á annan veg. Hann skoðar „rönguna“ á sög- unni ef svo má að orði komast eða hina hlið hennar. Galdur hans felst í því að blanda saman sögulegum staðreyndum, upplýsingum úr gömlum opinberum skjölum og skáldskap. Ekki vakir fyrir honum að skrifa sögulegan texta, held- ur eins konar andsögu. Ári eftir birtingu þessarar umdeildu smásögu gaf höfundur hana út á bók, en nú ásamt ýmsum textum sem höfðu birst í blöðum og tímaritum sem við- brögð við smásögunni; einnig voru í bókinni söngtextar og lög. Við þetta breyttist smásagan „Seva“ í eins konar collage-skáldsögu. Þekki lesandi ekki til umrótsins í kringum söguna á sínum tíma heldur hann að allir textarnir myndi samstæða heild. Hér er óhætt að segja að raunveruleikinn sjálfur sé orð- inn að skáldskap og vitnar um það að hinn skáldaði veruleiki Seva er sannur vegna þess að þjóðin þurfti á slíkum sannleika að halda. López Nieves einskorðar sig þó ekki við sögulegt efni og aðferðir eins og verk hans Escribir para Rafa (Skrifað fyrir Rafa, 1997) ber með sér. Þetta er safn níu smásagna með fjölbreyttu sniði og viðfangsefni þeirra ólíkt, m.a. ást elskenda sem getur aðeins þrifist að næturlagi en breytist í hatur að degi til, tónlistar- maður sem nær fullkomnun í hljóðfæraleik sínum til þess eins að snúa baki við tónlistinni, unglingsstúlka sem þráir að verða fullorðin og leggur sig í líma við að fylgja ráðum kvennablaða og rithöfundur sem skrifar ástarbréf fyrir vin sinn. Þar er einnig sagan „El telefónico“ (Símamaðurinn) sem tekur til umfjöll- unar sambandsleysi á öld boðskipta.9 Í sögunum beitir López Nieves óspart gálgahúmor og háði sem má teljast aðal hans. Í La verdadera muerte de Juan Ponce de León (Sannleikurinn um dauða Juans Ponce de León) sem kom út árið 2000 og ýmsum smásögum sem hafa birst hér og þar snýr López Nieves sér aftur að fyrrnefndri söguaðferð. Verkið er safn fimm smásagna sem allar gerast á Púertó Ríkó á 16. öld, þegar Spánverj- ar réðu lögum og lofum á eynni, og fjalla um þekktar sögulegar persónur. Hér hefur höfundur tekið að sér að fylla upp í eyður sögunnar og rýna í óþekkta atburði hennar. Titilsagan fjallar t.d. um það hvernig dauða Juans Ponce de León, landnámsmanns Púertó Ríkó, bar að í „raunveruleikanum“. Auk þess að vera landnámsmaður Púertó Ríkó er nafn hans órofa tengt leitinni að Lind TMM_3_2009.indd 49 8/21/09 11:45:31 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.