Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Blaðsíða 88

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Blaðsíða 88
H j a l t i H u g a s o n 88 TMM 2009 · 3 inu“ í haust varð ég þess var að ýmsir fornir helgitextar sem höfðu hljóðnað og misst merkingu fyrir mér tóku að tala að nýju. Í framhaldi af því vaknaði spurningin: Hvernig skyldi Íslandsklukkan hljóma í kreppunni – þetta magnaða skáldverk sem samið var á ögurstundu í sögu íslensku þjóðarinnar?3 – Hefur það einnig boðskap að flytja nú þegar vanhyggnir menn hafa með fjárglæfrum teflt því sjálfstæði þjóð- arinnar í voða sem vannst á ritunartíma verksins en stóð þó einnig höllum fæti þá vegna heimsstyrjaldar og hersetu?4 Hér á eftir reyni ég að svara þessari spurningu. Aðferðin felst í því að lesa texta frá því skömmu fyrir miðja 20. öld í ljósi líðandi stundar. Það gæti kallast „kontextúell“ eða umhverfisbundinn lestur og túlkun.5 Í máli mínu mun ég leitast við að láta textann tala. Laxness hefur því orðið í ríkum mæli. Sokkið land – myrt þjóð – kreppan Þríleikurinn sem við köllum Íslandsklukkuna rekur sögu lands sem er sigrað eða „sokkið“ (137–138), samfélags sem er hrunið, þjóðar sem hefur verið „myrt“ (273).6 Orsakanna er að hluta að leita í harðbýlli nátt- úru og óblíðu veðurfari sem veldur því að flest ár milli heys og grasa fellur fólk og fé úr ófeiti og vesöld. Krónískt snærisleysi Íslendinga og annar skortur á tækjum og tækni til að lifa af gæðum landsins olli einn- ig miklu. Lýsingarnar á ástandinu eru „infernalískar“ enda viðtekin trú manna í útlöndum að á landinu sé að finna helvíti á jörðu (116, 408, 424): Dagur var liðinn að kvöldi. Á bæunum vestan heiðar var alstaðar fyrir múgur manns, einkum lestamenn sem voru að sækja skreið suðurmeð sjó, sumir lángt að austan, og lausríðandi ríkisbændur með penínga og höfðu átt erindi til Bessastaða eða við Hólmskaup- mann, en þessir geingu fyrir um gistíngu. Auk þess var hér margt annað fólk, einkum fólk sem hefur orðið fyrir því óláni að fiskætið sem það leitar að er altaf hinumegin við fjallið, og þessvegna er líf þess ein óslitin ferðareisa; í þessum hópi voru limafallssjúkir menn og aðrir kramakrikar, skáld, brennimerktir þjófar, sérvitríngar, hálfbjánar, stelpur, tónarar, kryplíngar, fiðluleikarar og vitfirríngar. Ein fjölskylda kom austanaf Rángárvöllum, hjón með fimm börn og höfðu étið upp kvígildin og ætluðu til frændfólks suðrí Leiru í von um fisk. Eitt barnið var í andarslitrunum. Þau sögðu þær fréttir að skrokkarnir af aðkomnum flækíngum lægju dauðir fyrir dyrum manna austrum allar sveitir. Nítján þjófar höfðu verið brennimerktir á Rángárvöllum í vetur og einn heingdur. (49–50) Hér er á ferðinni uppflosnuð þjóð. Vissulega sigldi Bólan „í kjölfar sult- TMM_3_2009.indd 88 8/21/09 11:45:35 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.