Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Qupperneq 59

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Qupperneq 59
TMM 2009 · 3 59 D av i d S e d a r i s að hann er fæddur í New York-ríki í Bandaríkj- unum 1956 en flutti ungur til smábæjarins Raleigh í Norður-Karólínu. Þeir vita að hann á fjórar syst- ur og einn bróður, að faðir hans er af grískum ættum og að móðir hans lést úr krabbameini fyrir aldur fram. Þeir vita líka að Sedaris er samkyn- hneigður og taugaveiklaður stórreykingamaður sem áður fyrr drakk og duflaði við eiturlyf meðan hann flæktist um og vann hin ólíklegustu störf – þeir vita að grísk föður amma hans þjáðist af vindverkjum og hnoðaði brauðdeig á eldhúsgólf- inu og að Sedaris sjálfur er svo hræddur við að verða uppiskroppa með um ræðuefni þegar hann fer út að borða með kærast- anum að hann skrifar oft niður punkta og tekur með. Með öðrum orðum er líf hans sjálfs og fjölskyldunnar helsti efniviður hans og við fyrstu sýn virðist þar ekkert heilagt. Listamannsferill Sedaris hófst þegar hann daðraði við myndlist og leiklist á yngri árum. Ekki reis frægðarsól hans hátt þar en hrakfarirnar hafa reynst honum ágætur efniviður í pistla allar götur síðan. Hugsanlegur hápunktur leiklistarferlisins var þegar hann lék jólaálf í stórmarkaði einn kaldan desember mánuð en um þá lífsreynslu skrifaði hann smásöguna „SantaLand Diaries“. Umskipti urðu í lífi Sedaris þegar útvarpsmaðurinn Ira Glass heyrði hann lesa upphátt úr dagbók sinni á klúbbi í Chicago og árið 1992 flutti hann áðurnefndar „SantaLand Diaries“ í bandaríska ríkisútvarpinu og sló í gegn. Í framhaldi af því bauðst honum útgáfusamningur og árið 1994 kom út hans fyrsta bók, Barrel Fever, sem var safn smásagna og pistla. Í kjölfarið fylgdu Naked (1997), Holidays on Ice (1997), Me Talk Pretty One Day (2000), Dress Your Family In Corduroy and Denim (2004) og When You Are Engulfed In Flames sem kom út í fyrra. Allar bækurnar hafa orðið metsölubæk- ur og aukið enn á hróður Sedaris. Þá hefur hann unnið talsvert með systur sinni, leikkonunni og grínistanum Amy Sedaris, en saman hafa þau skrifað nokkur leikrit undir nafninu The Talent Family. Bækur Sedaris eru allar með svipuðu sniði – stuttir sjálfsævisögulegir pistl- ar eða sögur og tónninn er alltaf gamansamur. Ekki væri þó sanngjarnt að afgreiða Sedaris sem yfirborðskenndan grínista – oft er viðfangsefnið mjög persónulegir og átakanlegir atburðir úr lífi hans sjálfs en stíllinn er hins vegar litaður kómískri sýn svo hugsanleg tár lesenda stafa af hlátri fremur en gráti. Þótt bækurnar séu keimlíkar má jafnan finna ákveðið þema innan hverrar fyrir sig. Naked er nokkurs konar ævisaga – stiklað á stóru. Í Me Talk Pretty One Day fjallar Sedaris um búferlaflutninga sína og Hughs, sambýlismanns síns, til Frakklands en þar verður baráttan við franska tungu honum óþrjót- andi uppspretta pistla. Holidays on Ice hverfist um hátíð ljóss og friðar og fyrsta sagan þar er einmitt hin fræga „SantaLand Diaries“. Einhverjar raddir hafa heyrst sem vilja að Sedaris setjist niður og skrifi Stóru Skáldsöguna en þeir eru © A nn e Fi sh be in TMM_3_2009.indd 59 8/21/09 11:45:32 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.