Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Blaðsíða 53

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Blaðsíða 53
TMM 2009 · 3 53 S o f i O k s a n e n háskalegu glæpakvendi … Seinna kemur svo í ljós að enginn er það sem hann eða hún segist vera, grímur falla hver af annarri. Frásögnin nær aftur í tímann, alla leið til fjórða áratugsins í Vestur-Eist- landi. Sá tími hefur í þessari sögu hlutverk týndu paradísarinnar, saklausar og sælukenndar upphafstilveru. Þá var Eistland sjálfstætt, sveitin blómstraði og samfélagið var heilsteypt. Unga fólkið kynntist á kirkjuhlaði eftir messu, krák- urnar krunkuðu um ástir … og um leið læddist ormurinn inn í aldingarðinn, systurnar Ingel og Aliide urðu báðar hrifnar af sama pilti, Hans. Tíminn á milli heimsstyrjalda hefur eflaust verið horfin paradís í huga margra Eistlendinga. Þýska riddaraorðan hafði sölsað landið þeirra undir sig þegar á miðöldum, allt landið var í eigu þýskra baróna og ábúendur þess líka, Eistlendingar lifðu í ánauð í sínu eigin landi kynslóð eftir kynslóð. Breytingar hófust seint á nítjándu öld, síðasta bændauppreisn var í byrjun liðinnar aldar, en 1920 varð Eistland loks sjálfstætt. Og rétt fyrir stríð voru lífsgæðin meiri í Eistlandi en til dæmis í Finnlandi, en svo skall ófriðurinn á. Eistland varð að láta undan þrýstingi Sovétríkjanna og Rauði herinn hertók landið árið 1939, það fjölgaði í setuliðinu og þingið neyddist að sækja um aðild að Sovétríkjunum árið 1941. Innrás Hitlers í Sovétríkin gekk einnig yfir Eist- land og margir Eistlendingar gengu í lið Þjóðverja. Sagt hefur verið að Rauði herinn hafi á einu ári fengið Eistlendinga til að gleyma atburðum undanfar- inna 700 ára því þeir héldu langflestir með Þjóðverjum í þeirri von að losna við ofríki Stalíns. Þegar Rauði herinn gerði gagnárás flúðu margir Eistlendingar landið. Sumir fóru með Þjóðverjum og yfir 30.000 manns fóru sjóleiðina til Svíþjóðar, flestir á opnum bátum yfir Eystrasaltið. Meirihluti þjóðarinnar var þó kyrr á sínum stað, menn sem höfðu verið í þýska eða finnska hernum fengu 10 ára dóm fyrir landráð – en ekki gáfust samt allir upp. Margir vildu halda áfram að berjast, földu sig í skóginum og gerðu skæruárásir á móti Rauða hernum. Þeir voru kallaðir „skógarbræður“ og sömu sögu er reyndar að segja um öll Eystrasaltslönd og Úkraínu. Skæruhernaður gengur samt ekki án þess að skæruliðar fái stuðning frá bændum og nú gekk sovéska yfirvaldið hart fram gagnvart þjóðinni. Yfir 50.000 manns voru fluttir í útlegð til Síberíu á fáeinum dögum, margir þeirra voru heldri bændur, embættismenn eða kennarar. Meðal þeirra var Jaan Kross, sem síðar varð merkasti rithöfundur Eistlendinga. Um Síberíuár sín sagði Jaan að hann hefði starfað þar sem hestur fyrir samyrkjubú. Hann mátti ekki leggja hönd á plóg, hann var látinn draga plóginn. Sjálfstæðir bændur voru neyddir til að stofna samyrkjubú, fjölskyldur skógarbræðra voru handteknar, yfirheyrðar og fangelsaðar. Í viðtali hefur Sofi sagt frá því að slíkt hafi hent móðurfólk hennar. Frænka hennar var handtekin og yfirheyrð og eftir það mælti hún aldrei orð af vörum framar. Í sovéska eftir- litskerfinu gat fólk hins vegar komið sér úr klípu með því að gerast uppljóstrari, það fékk að vera í friði gegn því að gefa upplýsingar um aðra. Senn njósnuðu allir um alla og fólk gat einungis treyst sínum nánustu – ef það var þá unnt. TMM_3_2009.indd 53 8/21/09 11:45:31 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.