Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Qupperneq 15

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Qupperneq 15
TMM 2009 · 3 15 K a d e r A b d o l a h Unga manninum í húsinu, Shahbal, syni bænakallarans, blöskrar það sem honum finnst vera andvaraleysi húsráðenda og þröngvar samtímanum inn í húsið. Fyrir hans tilstilli kemur sjónvarp fyrst inn fyrir þröskuld húss mosk- unnar – í húmi nætur, til þess að nágrannarnir verði ekki vitni að guðlastinu. Shahbal heimtar að ímaminn og Aga Djan horfi á sjónvarpið eitt ákveðið kvöld, því þá verði sýnt beint frá því þegar fyrsti maðurinn stígur fæti á tungl- ið. Ímam verður að vita eitthvað um allt mögulegt. Hann verður að hafa nasasjón af því sem gerist í kringum hann. Alsaberí [ímaminn] les aðeins bækurnar í bókasafninu sínu og það eru allt ævagamlar skræður. Hann les engin dagblöð. Hann veit ekkert um … til dæmis tunglið. (Bls. 21) Þannig fá lesendur fyrsta ártalið sem þeir geta miðað við: þegar Neil Arm- strong og Buzz Aldrin tóku risastökk fyrir mannkynið og tróðu tunglið fótum í júlí 1969. Á næstu 450 síðum fer lesandinn um mikla umbrotatíma í íranskri sögu, aðdragandann að klerkabyltingunni og píslarvottastríðið við Írak. Bókin fylgir mannkynssögunni í grófum dráttum; á svo sannfærandi hátt að það er auðvelt að gleyma að fléttan er skálduð. Jafnvel borgin Sanadjan er hugarburður höf- undar. Shahbal er fjórtán ára þegar hann ber sjónvarpið inn í hús moskunnar. Hann er jafnaldri höfundarins Kaders Abdolah, sem er fæddur í desember 1954. Við nánari athugun er fleira líkt með persónunni og höfundinum, betur verður vikið að því síðar. Þetta er ekki sagan af Shahbal, þetta er sagan af húsi moskunnar. Þetta er sagan af því þegar tíminn nær loksins að hripa inn í húsið, fylla það upp að rjáfrum og rífa það af grunninum. – – – Því fer fjarri að allt hafi verið með kyrrum kjörum í írönsku samfélagi áður en bókin hefst. Reza Shah Pahlavi krýndi sjálfan sig til keisara árið 1925 og og hófst strax handa við að fleyta Íran fram til nútímans. Líkt og Ataturk í nágrannalandinu Tyrklandi vildi hann byggja upp trúlausa stjórnsýslu. Hann afnam íslömsku sharíalögin að mestu leyti, þjóðnýtti eigur trúarstofnana og gróf undan valdi klerkanna á ýmsan hátt. Það rann trúræknum Írönum til rifja og espaði klerkana upp. Íran var eitt fátækasta land heims fram eftir tuttugustu öldinni, þrátt fyrir auðugar gas- og olíulindir. Það stóð Írönum fyrir þrifum að olíugróðinn rann að mestu leyti í vasa Breta, fyrir tilstilli svívirðilegra samninga. Bretar og Rússar hlutuðust mikið til um írönsk stjórnmál á fyrri hluta tutt- ugustu aldar. Mohammed Reza Pahlavi, sonur gamla keisarans, tók við 1941 en gat aldrei losað sig við það orðspor að hann væri leppur erlendra ríkja. Almenn- ingur styrktist í þeirri trú eftir að bandaríska leyniþjónustan steypti Musaddiq forsætisráðherra af stóli í sviðsettu valdaráni árið 1953. Þetta víkur Írönum TMM_3_2009.indd 15 8/21/09 11:45:27 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.