Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Blaðsíða 7

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Blaðsíða 7
A ð s n í ð a s é r s t a k k e f t i r v e x t i TMM 2009 · 3 7 manneskjum hafa hingað til allar vinnufúsar hendur þurft að leggjast á árarnar, sem er örugglega ein ástæða tiltölulega lítils atvinnuleysis hér á landi í áranna rás. Við höfum þurft á hverjum einstaklingi að halda og jafnvel hafa sumir sinnt fleiri en einu hlutverki til að koma verkefnunum áfram. Þetta hefur verið íbúum þessa lands mikil áskorun, tækifærin eru fleiri og samkeppnin um bestu störfin minni en hjá erlendum stór- þjóðum. Að sama skapi eru tindarnir ekki eins háir og völdin minni en þeirra sem ná til æðstu metorða hjá stærri þjóðum. Þá fylgir líka fámenninu margvíslegur vandi tengdur kunningjasamfélagi og hags- munatengslum sem aðrar þjóðir glíma ekki við eða að minnsta kosti í mun minni mæli. Mikael hefur einkum í huga stærð stofnana almennt og mér segir svo hugur að þar sé hann meðal annars að vísa til þess að stjórnkerfið sé of fyrirferðarmikið fyrir okkar litla samfélag: hér séu of margir ráðherrar, alþingismenn, ráðuneyti og stjórnmálaflokkar svo dæmi séu tekin. Allt sé þetta til þess fallið að veita of mikið svigrúm fyrir innbyrðis deilur og karp í stað skilvirkra úrlausna þeirra verkefna sem staðið er frammi fyrir. Grein Mikaels er öðrum þræði hvatning til hagfræðinga og félags- vísindamanna um að taka smæðina alvarlega í rannsóknum sínum, íhuga hvernig samfélagið eigi að mæta henni og horfast í augu við að örþjóð getur ekki byggt upp stjórnkerfi svipað því sem gerist með stærri þjóðum eða haldið uppi sömu starfsemi og þær þjóðir. Augljósasti þátt- urinn sem við höfum látið bandamönnum eftir að sinna fyrir okkur eru öryggis- og varnarmál en hið sama gildir líka á mörgum sviðum rann- sókna og menntunar þar sem sérhæfingin er of mikil til að við getum sinnt þessu hér á landi. Á hinn bóginn verður hvert samfélag að búa við næga fjölbreytni í menntun, menningu og viðskiptum, eigi það að lifa af. Alþjóðavæðing og hraðstígar tækniframfarir hafa gerbreytt umhverfi okkar og sérhæfingin hefur aldrei verið meiri á öllum sviðum. Við verð- um því sífellt að takast á við þá spurningu hvaða þjónustu við megnum að veita og hvaða þjónustu við verðum að sækja annað. Stjórnkerfið getur verið veikburða í fleiri en einum skilningi. Hér á landi er og verður það veikburða vegna fámennis og takmarkaðra möguleika á sérhæfingu, en einmitt vegna þessara veikleika verðum við að tryggja að þeir sem þar vinna ráði við hlutverk sitt. Mér hefur virst að Íslendingar hafi tvíbenta afstöðu til ríkisvalds og opinberrar þjónustu. Of lengi hefur tíðkast að tala með niðrandi hætti um stofnanir ríkisins og á stundum hefur verið haft á orði að ríkisstarfsmenn geri fátt annað en að naga blýanta. Eins og berlega hefur komið fram á síðustu mán- uðum, þegar öll spjót standa á okkur utan úr heimi, hefur mikið mætt á TMM_3_2009.indd 7 8/21/09 11:45:27 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.