Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Blaðsíða 40

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Blaðsíða 40
40 TMM 2009 · 3 B ó k m e n n t a h á t í ð Allt frá fyrstu bók hefur Johan Harstad skrifað og gefið út af miklum krafti en ekki er ætlunin að fjalla um öll verk hans hér. Þó má geta þess að nýjasta bók hans, Hässelby, heitir eftir sænsku úthverfi og fjallar um barnabókapersónuna Einar Áskel sem vaxinn er úr grasi og á í samskiptaörðugleikum við þunglynd- issjúklinginn pabba sinn. Einar Áskell (sem reyndar heitir Albert Åberg á norsku) ferðast til Asíu til að reyna að klippa á ósýnilega naflastrenginn, en hann getur ómögulega losað sig við samviskubitið gagnvart pabbanum. Johan Harstad hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir verk sín og þessa dagana gegnir hann, fyrstur manna, stöðu hirðskálds við Norska þjóðleikhús- ið í Osló. Það verk Harstads sem vakið hefur mesta athygli er skáldsagan Buzz Aldrin, hvor ble det av deg i alt mylderet? (Hvað varð um Buzz Aldrin í manngrúan- um?) sem kom út árið 2005. Segja má að í þessu verki haldi höfundurinn áfram að vinna með angistarfullar hversdagsmanneskjur líkar þeim sem voru í Ambulanse, en bókin er mikill doðrantur (hátt á sjöunda hundrað síður í norsku útgáfunni). Buzz Aldrin … hefur verið þýdd á um tug tungumála og á næsta ári verður frumsýnd bíómynd eftir verkinu. Í Buzz Aldrin, hvor ble det av deg i alt mylderet? er aðalpersónan og sögu- maðurinn, Mattias, fæddur 20. júlí 1969, á sömu stundu og Neil Armstrong og Edwin „Buzz“ Aldrin stigu á tunglið. Mattias er kurteis og vel upp alinn garð- yrkjumaður, einn þeirra sem kjósa að hverfa í fjöldann, hálfgerð mannafæla sem vinnur sín persónulegu afrek utan við sviðsljósið, líkt og til dæmis Buzz Aldrin sem gekk á tunglið á eftir Armstrong og vann kannski mestu vinnuna en hvarf þó í alltaf skuggann eins og Tenzing Norgay sem var félagi Edmunds Hillary í göngunni á Mount Everest. Nýir tímar gengu í garð með landgöngu manna á tunglið fyrir fjörutíu árum. Allir sem muna svo langt vita hvar þeir voru staddir á þessari stundu, flestir voru límdir við suðandi útvarp eða svarthvítt sjónvarp. Stundin er upp- haf nýrra tíma og nákvæmlega þá fæðist aðalpersóna bókarinnar. Mattias heillast strax sem barn af manninum sem gekk annar á tunglið, í skólanum verður hann bókstaflega að Buzz Aldrin og klæðist eins og hann á grímuballi. Honum gengur vel í því sem hann tekur sér fyrir hendur, en hann er aldrei fremstur. Hann hefur gullfallega söngrödd sem fáir vita af og syngur ógjarna, samtals þrisvar í bókinni. Mattias eignast kærustu en eftir tólf ára samband segir hún honum upp vegna annars manns. Það gerir hún uppi á Kjeragbolten, fimm rúmmetra stórum steini sem fastur er á milli tveggja klettaveggja í 1110 metra hæð yfir Lysefjorden í Rogalandi. Kjeragbolten er eins og lítið tungl og undir er geim- urinn. Um svipað leyti missir Mattias vinnuna og þegar þarna er komið sögu brotnar hann saman, situr einn og miður sín í tómri íbúð. Þá býður æskuvinur hans honum að koma með sem hljóðmaður fyrir hljómsveit sem er á leið til Færeyja að spila, og Mattias slær til. Eftir fyllirí og blakkát rankar hann við sér á eyðilegum stað í rigningu í Færeyjum og þar finnur sálfræðingurinn Hav- stein hann og fer með hann til bæjarins Gjógv, þar sem búa um fimmtíu TMM_3_2009.indd 40 8/21/09 11:45:30 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.