Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Blaðsíða 76

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Blaðsíða 76
Tr y g g v i G í s l a s o n 76 TMM 2009 · 3 Þriðja teikning Helga Sig urðssonar af Jónasi í Listasafni Íslands er svartkrítarteikning, merkt LÍ 153. Þetta er vangamynd, vandlega unnin og dregin öruggum dráttum. Við vaningsbragur er þó á teikningunni, einkum er fjarvídd brengluð. Vinstri upphandleggur er of digur, bakið óeðli legt og eins og undið upp á hægri öxl og hnappagöt og hnappar á jakkaboðungnum standast ekki á. Sjálf vangamyndin er hins vegar eðlilega skyggð, eyrað teiknað nákvæm lega og hárið niðurkembt og teiknaðar bólur á vanga og skegghýj ungur á kjálkabörðum. Hugsan lega er þetta myndin sem lögð var fram á fundi í Fjölnisfélaginu 16. nóvem- ber 1845 og vikið er að hér á eftir.6 Fjórða teikning Helga Sigurðssonar í Listasafni Íslands af Jónasi er ófullgerð blýants teikning, vangamynd, merkt LÍ 154. Þessi blýantsteikn- ing er sennilega gerð eftir svartkrítarteikningunni en klæðnaður færður í betra horf. Hlutföll eru þó enn óeðlileg, höfuð fullstórt miðað við bol- inn og vinstri handleggur of grannur. Hugsan lega er þessi ófullgerða teikning frumgerð myndar þeirrar sem lögð var fram í Fjölnisfélaginu 18. janúar 1846 og vikið er að hér á eftir. Fyrsti íslenski ljósmyndarinn Helgi Sigurðsson fæddist á Ísleifsstöðum á Mýrum 2. ágúst 1815, var tekinn í Bessastaðaskóla haustið 1835 og lauk þaðan prófi vorið 1840 en sigldi þá til Hafnar og tók um haustið inntökupróf í háskólann. Hann gaf sig fyrst að lögfræði en las læknisfræði á sjötta ár og var kominn að lokaprófi vorið 1846. Fyrir bænastað móður sinnar, sem lá fyrir dauð- anum, fór hann heim áður en hann lauk prófi í læknisfræði til þess að reyna að lækna hana, að því er Matthías Þórðarson segir, en með þeim ásetningi að fara aftur til Hafnar og ljúka námi.7 Ekkert varð hins vegar úr því. Helgi Sigurðsson tók við búi á móðurleifð sinni á Jörfa og bjó þar til 1866. Þá vígðist hann til prests, fimmtugur að aldri, sat fyrst að Set- bergi í Eyrarsveit og síðar að Melum í Melasveit. Í áðurnefndri grein í Óðni segir Matt hías Þórðarson að þegar Jónas dó, hafi engar myndir verið til af honum, og bætir við: Hann hafði að sögn aldrei í lifanda lífi leyft nokkrum að gera mynd af sjer. Þetta vissi Helgi Sigurðsson frá Jörva, sem þá dvaldi við nám í Höfn er Jónas dó. […] Helgi hefur líklega verið kunnugur Jónasi og vitað vel hver maður hann var. Hann lagði meðal annars stund á dráttlist og hefur máske oft beðið Jónas um að mega reyna að gera mynd af honum, en ekki fengið. 8 Helgi Sigurðsson lagði hins vegar ekki aðeins stund á dráttlist í Det TMM_3_2009.indd 76 8/21/09 11:45:35 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.