Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Side 108

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Side 108
S i g u r j ó n Á r n i E y j ó l f s s o n 108 TMM 2009 · 3 notuð. Heiti postulanna Péturs og Jóhannesar koma líka fyrir. Bjarni virðist velja nöfn sögupersóna sinna með það fyrir augum að þær séu holdgervingar þekktra guðfræðilegra stefja. Í bókum hans má sjá merki- lega útfærslu á mikilvægum viðfangsefnum guðfræðinnar. Endurkoma Maríu tekur á meginþema kristinnar guðfræði sem er hvernig eigi að skilgreina veruleika biðarinnar eftir endurkomu frelsar- ans. Ber að skilja endurkomuna sem tímapunkt í óljósri framtíð þegar Guð mun skapa allt nýtt og þar væri hún fyrsti þátturinn í miklu drama? Eða á að túlka hana sem andlegan veruleika sem mótar nú þegar sýn mannsins á heiminn? Nýsköpun alls væri ekki uppgjör og endursköpun himins og jarðar í lok tímanna heldur tilvistarleg staða þar sem biðin og endurkoman væru samofinn veruleiki. Bjarni tekur þann pól í hæðina, bindur þetta uppgjör við svik og iðrun í samskiptum elskenda. Bækurnar Borgin bak við orðin og Næturvörður kyrrðarinnar inni- halda eina sögu. Í henni takast á tveir heimar, veruleikar eða svið í einni og sömu persónu. Frásagan er hlaðin, jafnvel ofhlaðin, af myndum, táknum og persónum sem hafa misljósar guðfræðilegar skírskotanir. Það er erfitt að átta sig á hvort staðsetja eigi frásögnina í veruleikanum eða hvort þetta sé lýsing á flöktandi sjálfmynd sem hrekst á milli veru- leika svefns og vöku. Bókin minnir um margt á trúarlegt játningarit þar sem einstaklingur gengur í gegnum erfiða sjálfsskoðun áður en hann axlar ábyrgð á lífi sínu og játast veruleika sínum. Í skáldævisögunni Andlit lýsir Bjarni uppvexti sínum og fyrstu starfs- árum sem neðanjarðarskáld. Bókin endar á sátt hans við sjálfan sig og það sem hann hefur ákveðið að taka sér fyrir hendur. Í Bernharður Núll er sem Bjarni lýsi skrefi manns – að vísu með mikilli hjálp – úr stöðu áhorfanda að lífi yfir til þátttakanda í lífi með fólki. Í henni er greining á því hvernig bölvun einangrunar og einsemdar er yfirunnin í pers- ónulegu sambandi við aðra(r) persónu(r). Í þessum fjórum skáldverkum Bjarna Bjarnasonar má greina ferlið iðrun, játningu, sátt og samfélag. Hér er komin viss samsvörun við það sem er í guðfræðinni skilgreint sem endurlausn og helgun. Út frá þessu guðfræðilega sjónarhorni er áhugavert að athuga bækur Bjarna og bera framsetningu hans saman við sama efni innan evangelísk-lútherskrar guðfræði. Í umfjölluninni hér á eftir verður stuttlega gerð grein fyrir þeim kenningum sem viðkomandi bækur kallast á við og síðan er leitast við að draga fram þætti í hverju verki fyrir sig sem túlka má sem útfærslu á viðkomandi kenningu. TMM_3_2009.indd 108 8/21/09 11:45:36 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.