Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Blaðsíða 11
A ð s n í ð a s é r s t a k k e f t i r v e x t i
TMM 2009 · 3 11
alvarlega erlendis og gáfum stórþjóðunum ekkert eftir þangað til við
kollsigldum okkur.
Þegar mestur völlur var á þjóðinni og stórmennskan í algleymingi
kom best í ljós hve tengslin við ræturnar höfðu veikst. Um tíma mátti
heyra raddir um það hve mikilvægt væri að gera samfélagið alþjóðlegra
og sumir töluðu í alvöru um það að þjóðin yrði tvítyngd. Íslenskan, sem
er grundvöllur menningar okkar og samfélags, var ekki aðeins kostn-
aðarsöm heldur til trafala því svo fáir töluðu hana! Í framtíðarskýrslu
Viðskiptaráðs, sem út kom 2006, var meðal annars sagt: „Við Íslend-
ingar búum við óvenjulega þversögn sem tungumálið er. Fræðimenn og
áhugamenn um samfélag og þjóðlíf telja flestir að ekkert eitt geri okkur
frekar að sjálfstæðri þjóð en tungumálið“ og síðar sagði: „Á sama tíma
gera menn sér fulla grein fyrir því að tungumálið er okkar helsti þrösk-
uldur í samskiptum við umheiminn.“10 Af þessum sökum töldu skýrslu-
höfundar að stórefla ætti tungumálakennslu, einkum ensku, og kennsla
sumra greina ætti í auknum mæli að vera á ensku á grunn- og fram-
haldsskólastigi. Sumir gengu enn lengra og reiknuðu út þann sparnað
sem ná mætti með því að taka ensku alfarið upp í samfélaginu.11
Lokaorð
Óhætt er að fullyrða að íslensk þjóð hefur sjaldan staðið á vandasamari
tímamótum en nú um stundir. Ef til vill erum við komin að þeim
vendipunkti sem Mikael lýsir, að form samfélagsins breytist eða að
íslenska þjóðin hætti að vera til. Við höfum séð hvernig samlíking við
náttúrulögmálin getur hjálpað okkur að skilja nokkra mikilvæga veik-
leika í íslensku samfélagi og án efa er dýpri skilningur á því hvað felst í
því að vera smáþjóð lykillinn að því að hægt verði að reisa samfélagið við
og efla stofnanir þess. Að mati Mikaels höfum við þekkt menningu
okkar og sögu vel og segja má að í þeim efnum höfum við þekkt stærð
okkar, en við höfum ekki þekkt smæð okkar. Reyndar virðist mér þó,
eins og ég hef haldið fram hér að framan, sem vitund okkar um eigin
menningu hafi dofnað á síðusta áratug og það hafi veikt varnir okkar til
muna. Hvort smæð sé veikleiki eða styrkleiki fer allt eftir því hversu vel
við skiljum hana og tökumst á við hana. Hér hef ég einblínt á veikleik-
ana sem fylgja smæðinni en hún getur einnig verið kostur sem við þurf-
um að nýta okkur í meiri mæli við uppbyggingu stofnana, framkvæmd
lýðræðis og til að ná meiri snerpu í samskiptum.
Á einni öld hefur íslenskt samfélag nánast verið byggt upp frá grunni
af miklum dugnaði. Á örskömmum tíma breyttist Ísland úr vanþróuðu
TMM_3_2009.indd 11 8/21/09 11:45:27 AM