Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Blaðsíða 29

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Blaðsíða 29
TMM 2009 · 3 29 Ta r i q A l i and the Gandhis: An Indian Dynasty (1985) og The Duel: Pakistan on the Flight Path of American Power (2008). Þá hefur hann fjallað um hina nýju nýlendu- stefnu vesturveldanna einsog hún birtist gagnvart Austur-Evrópu og Balkan- skaganum. Einna áhrifaríkust af pólitískum bókum hans er The Clash of Fundamentalisms (2002) þar sem hann bregst við atburðunum 11. september með því að rekja sögu hreyfinga innan íslams og átök hins svonefnda þriðja heims við heimsvaldastefnuna. Úr svipuðum jarðvegi spretta bækur einsog Bush in Babylon (2003), Rough Music: Blair, Bombs, Baghdad, London, Terror (2005) og Speaking of Empire and Resistance (2005) en sú síðastnefnda er við- talsbók Davids Barsamian við Tariq Ali. 4 Á meðan Tariq Ali fjallar um mismun og spennu á milli austurs og vesturs í pólitískum og sögulegum ritum sínum fjalla skáldsögurnar fjórar sem bráðum verða fimm um tíma þar sem þessir menningarheimar rugla reytum sínum, blandast saman og greinast í sundur. Kveikjan að sögunum eru viðhorf Vest- urlanda til múslima, hinar sögulegu einfaldanir. Þessar sögulegu skáldsögur lýsa sambandi hins kristna heims og heims Íslams. Sú fyrsta, Shadows of the Pomegranate Tree (1992), segir frá falli Máraríkisins á Spáni í hendur kristinna og hefst á bókabrennu þar sem hinir kristnu fleygja fornritum arabaheimsins á bál, ritum um heimspeki, læknavísindi, stærðfræði og stjörnufræði. Það er gert að frumkvæði erkibiskupsins Ximenes de Cisneros þegar kristnir menn endurheimtu borgina Granada. Tariq Ali segir söguna frá sjónarhóli fjölskyldu sem lifir í skugga atburðanna og minninganna um þá. Tariq Ali segir að hann hefði getað skrifað ritgerð um hrun menningarinnar en vildi endurvekja fólk- ið sem bjó á svæðinu og vekja um leið athygli á hvað saga íslams í Suður–Evr- ópu er afbökuð. Í sögubókum er hún smættuð niður í setninguna: Múslimir komu til Spánar, kaþólikkar hentu þeim út. Bók númer tvö, The Book of Saladin (1998), fjallar um krossferðirnar á tólftu öldu og segir frá Saladín, Kúrdanum sem frelsaði Jersúalem og bauð sátt trúar- bragðanna. Sagan er sögð af ritara hans, gyðingnum Ibn Yakub. Þegar líður á söguna bætast við fleiri raddir. Hinar sögurnar heita: The Stone Woman (2000) og A Sultan in Palermo (2005). Það eru bækur einsog þessar sem efla samræð- ur menningarheimanna og gera afl skáldsögunnar sýnilegt, þann boðskap hennar að fólk er býsna svipað, sama á hvað það trúir. Sú fimmta er ekki komin út en nýlega kom út ritgerðarsafnið Protocols of the Elders of Sodom and Other Essays sem útgáfufyrirtækið Verso segir að fjalli á fyndinn og ögrandi hátt um risa heimsbókmenntanna. Væntanlega heyrum við meira um þetta allt á bók- menntahátíðinni í september. TMM_3_2009.indd 29 8/21/09 12:53:43 PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.