Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Blaðsíða 31

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Blaðsíða 31
TMM 2009 · 3 31 J e s s e B a l l hvernig maður á að bera sig að við að ganga inn í herbergi: Entering Rooms, a Grammar and Method. Starfsemi þessi er leyndarmál hans og hjartans ástríða, við fáum að vita að hann vinnur að riti sem ber nafnið World’s Fair 7 June 1978, en það á að verða meistaraverkið hans og innhalda teikningar af óbyggjanleg- um húsum, viðtöl við ófædda listamenn, þekkt og bönnuð orðtök sem kastað er út í tiltekna vinda, o.s.frv. Dag nokkurn verður Selah Morse vitni að bílslysi þar sem ung stúlka verður fyrir leigubíl og atvikin haga því svo að hann fylgir henni á spítalann. Þegar hún kemst til meðvitundar kemur í ljós að hún hefur misst minnið. En þar sem ungi maðurinn hefur heillast af fegurð hennar, og er þar af leiðandi fullur verndartilfinngar og hjálpsemi í hennar garð, þykist hann vera kærasti hennar og fær að fara með hana heim gegn því að hann passi að hún sofni ekki og aðstoði hana við að fá aftur minnið. Heimkominn með viðfang ástar sinnar og lækningar tekur Selah Morse til við að spinna söguþráð sem á endanum gerir ráð fyrir því að stúlkan sé sú eina sanna Mora Klein sem heimsfræg varð fyrir að vera fyrsta manneskjan í veraldarsögunni sem gat dregið beina línu fríhend- is, og gat frá tuttuguogtveggja ára aldri teiknað sömu myndina nákvæmlega eins, upp á allra minnsta smáatriði, eins oft og hana lysti … En leiðin að niðurstöðunni (sem ég leyfi mér að efast um að sé sannleikanum samkvæm, því svo margar útgáfur birtast af sannleikanum á síðum bókarinn- ar, svo oft er honum snúið á rönguna, hann klipptur upp, litaður og saumaður upp á nýtt) er undur í sjálfu sér, bókmenntaleg smíð þar sem notaðar eru allar þekktar aðferðir til þess að vinda sér úr einni sögu í aðra, segja sögu í sögu, sögu um sögu, ásamt því að nýjar eru fundnar upp við hvert fótmál. Og með því að gera sagnamennskuna og móður hennar ímyndunaraflið að svo stórri persónu í verki sínu tekst Jesse Ball að gera veröld þess raunverulega síkvika. Án þess að nokkurn tímann sé reynt að fela fyrir lesandanum að hann er staddur í heimi byggðum af orðum, sem fyrst og síðast lýtur lögmálum skapara síns, lund hans og sérlegri rökvísi, né beðist afsökunar á þeim furðum sem þar af leiðandi geta gerst og gerast, þá gætir Jesse Ball þess að persónurnar sem þræða öngstigu hans og leynigöng, endalausar brýr og tröppur sem vinda sig niður í iður jarðar, þær búi yfir nægu og sönnu tilfinningalífi til þess að við tökumst á hendur ferðina með þeim, hrífumst eins og þær, og hryggjumst eins og þær. Það fór sem mig grunaði er ég hóf ritun þessarar greinar að ég rétt næði að hreyfa við yfirborði The Way Through Doors. Ég hef enn ekki komist til að segja frá refafjölskyldunni sem býr í iðjagrænni sveit undir stórborginni eða gisklistamanninum sem heldur til á strandgötunni á Coney Island og býður vegfarendum að giska á hvað þeir séu að hugsa. Það og óendanlega margt annað bíður lesenda sinna í sögu Jesses Ball, bíður þess að sitja eftir í huga þeirra eins og minning um langan draum. En eitt af brögðum höfundarins er að brjóta upp sjálfvirkan lestur lesendanna með því að neita þeim um blaðsíðu- töl, í stað þeirra eru tölustafir úti á spássíum og marka fyrir þeim nítjánhundr- uð þáttum sem sagan er samansett af, og þannig nær hann að leysa upp form TMM_3_2009.indd 31 8/21/09 11:45:29 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.