Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Blaðsíða 137

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Blaðsíða 137
TMM 2009 · 3 137 D ó m a r u m b æ k u r landar. Hann er „hinn mikli landi vor“. Vinir og kunningar – og jafnvel andstæðing- ar – telja sjálfsagðan hlut að hann skipi eitt virðulegasta embætti landsins. (90–91) Hér leitar Kristmundur skýringa á lyndisfari og draumum Gríms í uppvext- inum, en hann missti ungur föður sinn og ólst upp hjá metnaðarfullri móður sem verður ráðskona hjá Ólafi Stephensen stiftamtmanni. Grímur er því vinnukonusonur í miðju veldi þeirra Stefánunga. Þar hafa líklega tekið sér bólfestu í honum draumar og heitstrengingar um að verða einhvern tíma þeirra jafnoki, sýna að vinnukonusonurinn gæti orðið maður með mönnum – og bæði móðir og systir blása í þessar glæður. Í bréfum systur hans, konu gullsmiðsins á Bessastöðum sem síðar varð, gætir takmarkalausrar dýrkunar á þessum eldri bróður og henni finnst ekkert nógu gott fyrir hann. Námið styrk- ir svo þessa eðlisþætti Gríms, og þar skiptir mestu máli nám hans í hernaðarlist og svo frami í hernum. Það mótar staðfestu hans og aga, og gerir hann að því er virðist nánast ónæman fyrir ýmsum blæbrigðum valdsins og nauðsyn þess að stundum þurfi að slá af reglufestu. Hann verður sá prinsippfasti amtmaður sem veigrar sér ekki við óvinsælum ákvörðunum, en er um leið sanntrúaður á að lögum og reglum skuli fylgt í hvívetna, jafnvel þótt hann sjálfur hafi um þau efasemdir. Slíkt kallar ekki beint á lýðhylli. Það kemur hins vegar vel fram í bókinni að ekki hefur alltaf verið auðvelt að vera yfirvald Íslendinga á 19. öld. Bjarni Thorarensen, eftirmaður og forveri Gríms í embætti, orðar það svo að hann upplifði sig sem amtmann yfir tómum höfðingjum, svo miklir burgeisar væru Norðlendingar og teldu sig óbundna af lögum. Þeir Bjarni og Grímur eiga til dæmis í stöðugu basli við að fá lands- menn til þess að sinna matjurtarækt og garðyrkju. Andstaða Íslendinga við kálát er allspaugileg. Bjarni nefnir að vinnuhjú setji jafnvel það skilyrði fyrir að ráða sig í vist að garðamatur verði ekki borinn á borð fyrir þau! Bjarni skáld er kannski þegar upp er staðið sá sem best skilur Grím og gerir sér grein fyrir kostum hans og göllum. Hann segir á einum stað um Grím: „Hann er einhvör hinn dyggðugasti maður sem ég þekki, en Guð hjálpi geðs- munum hans.“ Þessi setning fer nálægt því að teikna upp mynd af Grími í einni setningu. Margt verður til þess að auka á óhamingju Gríms og erfiðleika, eins og Kristmundur fer rækilega í gegnum. Hjónabandið er stormasamt þar sem dönsk eiginkonan festir ekki yndi á Íslandi, ómegðin mikil og skuldir hrannast upp, meðal annars vegna tildurs og metnaðar, og skuldahalinn fylgir honum í gröfina. Þá virðist Grímur býsna fljótt verða haldinn þeirri hugsun, sem verður kannski hans mesta mein, að hann fái ekki þá upphefð sem hann eigi skilið. Væntingarnar og metnaðurinn var svo hátt stilltur að hann hlaut að verða fyrir vonbrigðum. Skiljanlega verður Grímur nokkuð beiskur og þunglyndur á síð- ara skeiði sínu sem amtmaður norðan og austan, þar sem hann situr einn og yfirgefinn á Möðruvöllum, tannlaus og kvalinn innvortis, og harmar hlutinn sinn. Fjölskyldan öll er í Danmörku, hann sér ekki út úr augum í skuldasúp- unni og frekari framavonir virðast brostnar. Hann hallar sér þá æ meir að flöskunni, umgengst fáa og hrekur þá sem enn geta talist til vina, eins og Þor- TMM_3_2009.indd 137 8/21/09 11:45:38 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.