Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Blaðsíða 138
138 TMM 2009 · 3
D ó m a r u m b æ k u r
lák gamla í Skriðu, frá sér í misskilningi og hofmóði. Því verður hann kjörinn
skotspónn þeirra sem vilja hefna þess sem áður hallaðist í samskiptum við
amtmannaveldið, og sú mynd sem Kristmundur dregur upp af kollegum
sínum í fræðimannastétt, Espólínfeðgum og Gísla Konráðssyni, er engin sér-
stök glansmynd. En það er athyglisvert út af fyrir sig að helstu andstæðingar
hins reglufasta og smámunasama amtmanns skuli vera tveir sagnaritarar sem
ekki hafa hingað til þótt þeir ábyggilegustu í greininni.
Eitt af því sem kemur á daginn í bók Kristmundar er að Grímur reynist ekki
vera það forstokkaða íhald sem stundum hefur verið talið. Einn fárra embætt-
ismanna er hann til dæmis hlynntur Fjölni og víkur meira að segja góðu að
Fjölnismönnum, áttar sig á því að sá kraftur sem þeim ungu mönnum fylgdi
gæti orðið landi og þjóð mikilvægur. Það var meira en gamall vinur hans og
lagsbróðir, Bjarni Þorsteinsson amtmaður á Stapa, gat þolað og varð nokkur
vík milli þeirra vina í kjölfarið. Bjarni, sem Grímur Thomsen kallaði Stapa-
köttinn, lagði mikla fæð á Fjölni eftir að þar birtist harðorður ritdómur um bók
hans um fólksfjölda og efnhagsmál á Íslandi. En það segir sitt um Grím að
hann hlífði ekki vini sínum heldur sagði Bjarna kost og löst á bók hans; sagðist
til dæmis alls ekki sammála þeirri meginniðurstöðu Bjarna að fólki mætti alls
ekki fjölga á Íslandi því landið bæri það ekki.
Hinn frægi systursonur Gríms amtmanns, nafni hans Thomsen, kemur
raunar ekki mikið við sögu og má vel sakna hans. Saga hans liggur þó að mestu
utanvið ramma bókarinnar auk þess sem Kristmundur hefur gert honum skil
á öðrum vettvangi. Engu að síður fer ekki hjá því að lesandi hugleiði líkindi
þeirra frænda. Á milli þeirra nafna virðist hafa verið eins konar friður á yfir-
borðinu, þótt sú hugsun sé áleitin að þeir hafi ekki alveg átt skap saman. Ef til
vill hafa þeir verið of líkir, stoltið og metnaðurinn hinn sami, þótt stórbokka-
háttur yngra Gríms hafi trúlega slegið móðurbróður hans út.
Þótt margþætt persónulýsing Gríms amtmanns sé meginþáttur bókarinnar,
þá felur hún einnig í sér mjög mikilvæga lýsingu á umbrotatíma í íslenskri
sögu, fyrri hluta 19. aldar í árdaga sjálfstæðisbaráttunnar. Bók Kristmundur
ber vitaskuld þess merki að vera að nokkru málsvörn fyrir Grím. Það er eðlileg
hneigð í ævisögu af þessu tagi, ekki síst þegar fjallað er um embættismann sem
hefur mátt búa við nokkuð einhliða mynd í sögunni til þessa. En Kristmundur
lokar ekki augunum fyrir göllum Gríms eða reynir að gylla mynd hans
umfram efni, fjarri því. Hann gæðir hins vegar mynd Gríms fleiri blæbrigðum,
og skýrir hin dramatísku örlög hans. Af þeim sökum mun þessi bók tilheyra
lykilverkum um þennan merkilega tíma í Íslandssögunni.
TMM_3_2009.indd 138 8/21/09 11:45:38 AM