Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Blaðsíða 78

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Blaðsíða 78
Tr y g g v i G í s l a s o n 78 TMM 2009 · 3 sem þeir Brynólfur Pétursson og Konráð Gíslason sáu um.13 Ekkert hefur heldur spurst til myndar Déssingtons málara sem annars er með öllu ókunnur.14 Síðari teikning Helga, sem lögð var fram í Fjölnis- félaginu, virðist einnig glötuð. Ófullgerða blýants teikningin gæti hins vegar verið drög að þeirri mynd, eins og áður var á minnst. Í Dægradvöl segir Benedikt Gröndal Sveinbjarnarson frá því að Helgi Sigurðs son „lagði sig eftir málaralist, en hann var orðinn of gamall og stirður, svo allt sem hann málaði varð þar eftir stirt og ljótt, eins og sjá má af myndinni af Hannesi biskupi Finnssyni“.15 Og Bene dikt Gröndal heldur áfram: Seinna tók Helgi fyrir að „daguer rotypera“ (fotografía var þá ekki til komin) og gerði það illa; þá hafði hann aðsetur í garði [þ.e. húsi] nokkrum í Stóru kóngsins götu; þangað fóru ein hverju sinni nokkrir Íslendingar í hóp og létu hann mynda sig, þar á meðal var Konráð; hann lagði eplaskurn yfir annað augað á sér, en Helgi sá það ekki og skildi ekkert í, hvernig myndin hefði orðið svo út lítandi.16 Ummæli þessi bera ekki síður Benedikt Gröndal vitni en Helga Sigurðs- syni en Gröndal gat verið bæði illskeyttur og ósanngjarn í dómum um menn og mál efni. Í uppskrift á dánarbúi Helga Sigurðs sonar frá árinu 1888 er getið um fótó gráfíumaskínu með tilheyrandi sem metið er á 10 krónur, jafn mikið og fjög urra manna far með búnaði, að því er Inga Lára Baldvinsdóttir segir í grein í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1983.17 Helgi Sigurðsson hefur því ekki aðeins lært að daguerrotypera meðan hann var í Höfn heldur hefur hann einnig tileinkað sér ljósmyndun og væntanlega keypt fótógráfíumaskínu frá Kaupmanna höfn þegar hann hafði efni á, enda stundaði hann ljósmyndun síðari ár ævi sinnar og eru varðveittar eftir hann ljós myndir. Hugsanlegt er einnig að með fótó gráfíumaskínu með tilheyrandi úr dánarbúi hans hafi leynst fleiri tæki og tól – jafnvel camera lucida, hvar sem þau eru nú niður komin. Konráð Gíslason rekur á eftir Jónasi Hinn 17. júní 1844 skrifaði Konráð Gíslason Brynjólfi Péturssyni frá Dresden þar sem hann talar um að láta daguerro typera sig þar í borg og bætir svo við: […] rektu nú á eptir Jónasi, Brynjólfi og Grími, að þeir drepi höfðinu í loptið, svo myndirnar verði til eptir þeirra dag, svo skal jeg sjá um, þegar þeir eru dauðir, og jeg er orðinn blindur, að þær verði stungnar í kopar.18 TMM_3_2009.indd 78 8/21/09 11:45:35 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.