Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Blaðsíða 39

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Blaðsíða 39
TMM 2009 · 3 39 J o h a n H a r s t a d hafa til verðlauna, síðast Stúlkan sem Guð óttaðist (Mergaité, kurios bijojo Dievas) 2007, sem hlaut virt leiklistarverðlaun í Litháen á síðasta ári. Þess ber að lokum að geta að greinarhöfundur hefur nýtt sér tiltækar upplýs- ingar og skrif um verk Gintaras Grajauskas á ensku og sænsku, auk þess að hafa beinan aðgang að honum sjálfum í tíma og ótíma við að íslenska ljóð hans. Þórdís Gísladóttir Maðurinn er aldrei einn Hvað varð um Buzz Aldrin í manngrúanum? eftir Johan Harstad Norðmaðurinn Johan Harstad er fæddur í Stavanger 1979 og fyrsta bók hans kom út 2001. Hún geymir nett safn af smáprósum og hefur titilinn Herfra blir du bare eldre (Héðan í frá eldistu bara). Þar er í örstuttum köflum sagt frá fólki sem flest er á barmi örvæntingar, manneskjum sem eru um það bil að missa tökin á tilverunni og hvísla mishátt eftir hjálp. Bókin fékk góðar viðtökur gagnrýnenda, efnið þótti ágengt og ekki síður rödd höfundarins. Árið eftir, 2002, kom út smásagnasafnið Ambulanse (Sjúkrabíll), sem sömuleiðis fékk hrós og höfund- urinn var strax orðinn vonarstjarna í norskum bókmenntaheimi. Ambulanse er safn ellefu smásagna sem eiga það sameiginlegt að allsstaðar vofir yfir einhverskonar vá. Það er eitthvað hræðilegt í aðsigi. Sjúkrabíllinn er í aðalhlutverki, hann tengir sögupersónur og atburði, persónur úr einni sögu birtast í annarri og þannig f léttast verkið svo vel saman að með góðum vilja er hægt að skilgreina bókina sem dálítið sundurlausa skáldsögu. Fólkið í þessum sögum er „venjulegar manneskjur“ sem eiga í tilvistarvanda og eru berskjaldaðar, einmana og örvæntingarfullar. En einhversstaðar leynist alltaf vonarneisti, menn þurfa bara að halda sér á floti, gefast ekki upp og reyna að sjá einhverja glætu í myrkrinu. Auðvitað leynast allsstaðar hættur, hamfar- ir geta brostið á hvenær sem er og við erum auðvitað öll dauðvona, en samt bjargast allt einhvernveginn fyrir horn og þó það geri það ekki – ja þá bara það og við förumst. © Jo hn E ri k Ri le y TMM_3_2009.indd 39 8/21/09 11:45:30 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.