Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Blaðsíða 111
„ É g e r l í f , s e m v i l l l i fa , u m va f i n n l í f i s e m v i l l l i fa .“
TMM 2009 · 3 111
setningin er sérrómversk-kaþólsk og er um óflekkaðan getnað Maríu
(sett af Píusi IX 1854). Hún á að tryggja þá hugmynd að María sé laus
undan erfðasynd og verknaðarsynd. Sú fjórða fjallar um himnaför
Maríu og gerir að trúarkenningu að María sé leyst undan dauðastríði og
dauða (sett af Píusi XII, 1950).
Þegar Maríufræði rómversk-kaþólsku kirkjunnar eru athuguð koma í
ljós náin tengsl þeirra við valdakröfur kirkjunnar og óskeikulleika páfa.
Mætti segja að María tryggi, samkvæmt þessari kenningu, hjálpræði
Jesú Krists jafnt á jarðvistardögum hans og síðan innan kirkjunnar.
Rómversk-kaþólska kirkjan, með páfann í fararbroddi, á að tryggja
nálægð hjálpræðisins innan stofnana sinna. Almennt er talið innan
fræðanna að páfi hafi sett kennisetninguna um óflekkaðan getnað
Maríu (1854) öðrum þræði til að undirbúa kennisetningu um óskeik-
ulleika páfa (1870) og sé himnaför Maríu (1950) einnig sett henni til
staðfestingar. Um þessi tengsl milli kirkju- og Maríufræða innan róm-
versk-kaþólsku kirkjunnar hefur mikið verið fjallað. Menn hafa gagn-
rýnt hvernig valdakröfur páfa eru settar fram með hjálp Maríufræð-
anna.16
Þegar bók Bjarna Endurkoma Maríu er lesin er greinilegt að hann vinn-
ur með þekkt stef úr þessari arfleifð. Bjarni tekur afstöðu með Maríu-
mynd guðspjallanna og hafnar þeirri tvíhyggju og stofnunarvæðingu
sem hafa verið fylgifiskar Maríudýrkunarinnar. Þegar í fyrsta kafla
staðsetur Bjarni lesandann í miðri deilu milli tveggja stefna. Þeirri fyrri
tilheyra þeir sem telja kirkjuna vera stofnun valds og mennta, en emb-
ættismenn hennar standa síðan vörð um að svo sé. Bjarni nýtir sér hér
minni úr rómversk-kaþólskri arfleifð og hugmyndir sem þróuðust
innan kristninnar í tengslum við meinlætalifnað og einlífi. Eins og áður
er getið kemur fram í þeim fjandsamleg afstaða til líkama og losta. Hin
stefnan bindur vonir sínar við innileika trúarinnar og frelsi sem kemur
fram í virðingu fyrir lífinu, fjölbreytileika þess og þörfum. Bjarni rekur
sig þannig áfram eftir meginþemum Maríufræðanna.
María á sér sinn forboða eða spámann líkt og Jesús Kristur í guð-
spjöllunum. Afi sögumannsins og fjöllistamannsins Mikaels, Jóhannes
frá Blómsturvöllum, var prófessor við Kristsháskóla. Hann kemur fram
líkt og Jóhannes skírari og boðar í frægum fyrirlestrum endurkomu
Maríu. Eyðimörkin sem prófessor Jóhannes predikar í er háskólasamfé-
lagið og hann segir: „Ég er draumþokan sem rignir orðum guðs með eld-
ingarraust […] Þá birtist hún sem er hjarta biblíunnar þótt um hana séu
þar fæst orðin“ [skáletrað í texta] (EM 6). Stofnunin bregst hart við og
TMM_3_2009.indd 111 8/21/09 11:45:37 AM