Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Blaðsíða 130

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Blaðsíða 130
J . M . G . L e C l e z i o 130 TMM 2009 · 3 naumast kominn á fætur þegar ég var rokinn út. Foreldrar mínir gerðu grín að mér, ef til vill grunaði þá eitthvað. Þeir ímynduðu sér að ég væri að daðra við stelpu úr hverfinu, dóttur nágrannanna á neðri hæðinni, Marie-Jo sem var ósköp föl með fallegt ljóst hár. Mamma og pabbi vissu ekkert. Við hittumst daglega. Við fórum saman út í buskann, gengum um göturnar, niður að sjó eða upp í hæðirnar til að forðast umferðargnýinn. Við sátum kyrr undir furutrjánum og virtum fyrir okkur hvíta borgina hulda mistri. Strax klukkan tíu á morgnana var orðið svo heitt að skyrt- an límdist við bakið á mér. Ég man eftir ilminum af Zobéide, ég hafði aldrei áður fundið slíkan ilm, æsandi, ofsafenginn, hann vakti mér blygðun til að byrja með. Síðan tók ég að elska þennan ilm og gat ekki framar gleymt honum. Ilmur sem táknaði eitthvað óhamið, þrá sem fékk hjarta mitt til að slá enn hraðar. Ég varð sextán ára þennan júní- mánuð og enda þótt hún væri ekki nema tveimur árum eldri en ég fannst mér ég ekki vita nokkurn skapaðan hlut, mér fannst ég vera barn. Það var hún sem ákvað allt, hvenær við hittumst, hvert við færum, hvað við gerðum og segðum. Hún vissi hvert hún var að fara. Sumarhitinn, göturnar, furuskógurinn í sólskininu, allt var íþyngjandi, ölvandi, minnið sveik. Dag nokkurn sagði ég við hana: „Hvers vegna viltu hitta mig?” „Bara. Út af engu. Af því mig langar til þess.“ Hún leit stríðnislega á mig. Ég vissi ekki hvað ég vildi henni. Einfald- lega horfa á andlit hennar, dökk augun, snerta hörund hennar, halda utan um líkama hennar í hvítum fötunum, finna ilminn af henni. Stundum fórum við að baða okkur í sjónum, snemma á morgnana eða þegar kvölda tók og ströndin var að tæmast. Undir fötunum var Zobéide í pínulitlu svörtu bikiníi. Hún fór ofan í vatnið í einni svipan og kom svo upp úr með svart hárið flaksandi. Um leið og hún var komin upp á ströndina vafði hún hárinu upp til að vinda það. Það lýsti af hör- undi hennar eins og af málmi og hárin risu vegna kuldans. Hún kveikti í amerískri sígarettu og við horfðum á hafið lemja fjöruna og bera með sér rusl. Himinninn var hulinn þoku og sólin var rauð. Ég man að ég talaði við hana um Vínarborg. „Já, það hlýtur að vera svona í Vínarborg.“ En ég hugsaði með mér að svona hlyti þetta að vera í hennar föðurlandi, í Sýrlandi, í Líbanon eða kannski í Egyptalandi, þessu landi sem hún talaði aldrei um, eins og hún hefði hvergi fæðst. Eftirmiðdag einn lágum við á furunálunum á hæðinni og við kysst- umst í fyrsta sinn. Ég kyssti hratt og klaufalega eins og í kvikmyndum en hún kyssti mig strax með ofsa og tunga hennar hreyfðist í munni mér TMM_3_2009.indd 130 8/21/09 11:45:38 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.