Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Blaðsíða 30

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Blaðsíða 30
30 TMM 2009 · 3 B ó k m e n n t a h á t í ð Sjón Af beinum línum og hlykkjóttum, refum og gisklistamönnum … Um Jesse Ball Þegar lesandinn nálgast lokablaðsíður The Way Through Doors, nýjustu skáld- sögu bandaríska ljóðskáldsins og skáldsagnahöfundarins Jesses Ball, er ekki laust við að hann fyllist kvíðablandinni sælu – eða galsafenginni angist – því nú er farið að sjá fyrir enda þess ferðalags sem hann lagði upp í er hann hóf lesturinn og nokkuð ljóst að höfundurinn ætlar að hafa ráð hans og geð í hendi sér allt til þess að punkturinn verður (mögulega) settur aftan við síðustu setninguna. Og hvers vegna skyldu svo ólíkar og mótsagna- kenndar tilfinningar bærast með lesandanum? Jú, sagan er slíkur undravefur, slíkt völundarhús, slík kínversk kommóða að vinstri þumalfingurgómur lesandans segir honum að ekki sé nokkur leið að á þeim fáu blöðum sem eftir eru af bókinni finnist nægt pláss til að þræðir hennar verði gerðir upp og hnýttir, gangarnir kortlagðir og gengnir til enda, skúffum og hólfum lokað í réttri röð svo eftir standi framhliðin slétt og felld. Og þótt þetta kunni að hljóma ósanngjarnt í eyrum þeirra sem ekki hafa reynt á sjálfum sér þá skilur lesandinn sáttur við verkið. Höfundurinn ætlar, sem sagt, sögunni að halda áfram að vinda sig um huga þess sem las hana, að hún berist með honum út í veruleikann, því þar á hún alla möguleika á að finna sér nýjar dyr að ganga um. En um hvað fjallar The Way Through Doors? Fyrir því er ekki létt að gera grein í endursögn, hættan er sú að áður en maður viti af sé maður kominn á fullan skrið að skrifa sinn eigin útúrdúr úr henni og vilji helst ekki hætta fyrr en hann er kominn í bókarstærð. Svo mikið er þó víst að í bókinni segir frá ungum manni að nafni Selah Morse, sem nýlega hefur verið ráðinn starfsmað- ur hjá „sjöunda ráðuneytinu“ sem svæðiseftirlitsmaður í ónafngreindri banda- rískri stórborg sem þó á flest sameiginlegt með New York. Starf hans felst í því að hafa eftirlit með hverju sem honum og yfirmanni hans sýnist, einn daginn geta þeir lokað fyrir vatnið í borginni, þann næsta skipað götusala að færa sig af horninu sem hann hefur komið sér fyrir á. Vald þeirra er ótakmarkað og óskilgreint. Jafnframt því að sinna starfi sínu fyrir sjöunda ráðuneytið er hinn ungi Selah Morse höfundur nafnlausra dreifirita um ólík málefni, svo sem það TMM_3_2009.indd 30 8/21/09 11:45:29 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.