Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Blaðsíða 112

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Blaðsíða 112
S i g u r j ó n Á r n i E y j ó l f s s o n 112 TMM 2009 · 3 Jóhannes missir embætti sitt og sest að á sveitasetri sínu Blómsturvöll- um. Bjarni nýtir sér einnig dogmað um óflekkaðan getnað Maríu og setur möguleika þess fram með eftirfarandi hætti: Nei, sjáðu til. Þau [foreldrar Maríu] voru lengi búin að reyna árangurslaust að eignast barn, þangað til mamma fór til kvensjúkdómalæknis. Hann sagði að eggjastokkarnir í henni væru ónýtir og þá fór hún í eggjaígræðslu en fékk ekki að vita hvaðan eggið kom til að ekki sköpuðust erfiðleikar síðar. Samt gerðist ekkert. Þá fór pabbi í athugun og komst að því að sæðið í honum væri ónýtt. Eftir það fékk mamma nýtt óþekkt egg með sæði úr sæðisbanka, en fékk ekki að vita hver átti sæðið, enda var því ruglað þannig að læknarnir vissu það ekki einusinni sjálfir. (EM 60) María elst upp hjá „fósturforeldrum“ sínum og eftir lát móðurinnar hjá föðurnum. Lífsferillinn er sem spegilmynd lífshlaups Jesú frá Nasaret. Bjarni tekur einnig fyrir hugmyndina um fullkomleika Maríu sem kall- ast á við hugmyndina um syndleysi Jesú. Maríu verður um fermingu ljóst að hún á sér ekki spegilmynd og tjáir föður sínum það. Hann útskýrir það með eftirfarandi orðum: „Vegna þess að spegilmynd er alltaf öfug mynd af því sem er ekki jafnt og rétt. En hið fullkomna form getur ekki átt öfuga mynd. Form þín eru fullkomin og ef þú sæir mynd þína þá væri það ekki spegilmynd heldur eftirmynd“ (EM 19). Bjarni grípur einnig til sögunnar úr Lúkasarguðspjalli um Jesú 12 ára í musterinu sem ræddi þar við fræðimenn sem „furðuðu sig á skilningi hans og andsvörum“ (Lk 2.47). María er aftur á móti 21 árs að klára doktorsritgerð í guðfræði við Kristsháskóla. Þannig lætur Bjarni sögu sína spegla sig í efni Nýja testamentisins. Endurkoman verður að endur- komu Maríu. Jóhannes kemur fram sem spámaður beggja. María er alin upp af föður sínum en Jesús af móður. Merkilegt er einnig að lærimeist- ari Maríu við doktorsnámið ber nafnið Pétur eins og einn af lærisvein- um Jesú. Bjarni snýr sér nú að nokkrum hefðum innan Maríudýrkunarinnar. Hann andmælir öllum kenningum um Maríu sem himnadrottningu með því að tengja líf hennar við þrá hennar eftir hinu hversdagslega, við líkama og losta. Í þessu samhengi leikur Bjarni sér með vangaveltur um fullkomleika Maríu. Hann er slíkur að ekkert getur höndlað hann, allra síst stofnanir. Þess vegna hverfur allt sem hún skrifar. Skjölum og opin- berum pappírum er um megn að geyma nafn hennar eða upplýsingar um hana. Jafnvel á ljósmyndum mást útlínur hennar burt. Hún rennur úr greipum alls sem snýr að stofnunum og valdi þeirra. Ekkert getur TMM_3_2009.indd 112 8/21/09 11:45:37 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.