Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Blaðsíða 55
TMM 2009 · 3 55
A n n e B . R a g d e
viðkomandi svo að fela, en þegar allt kemur til alls og allar grímur eru fallnar,
kemur upp þörf fyrir einhvers konar hreinsun. Og hér endurheimtir Aliide
loks eftirnafnið sitt. Hún heitir Truu að ættarnafni, sem er gott og gilt eistneskt
nafn og þýðir „traustur, einhverjum trúr“.
Sofi Oksanen hefur tekist að koma tímabæru og lítt umtöluðu efni í sögu-
form sem líkist grískum harmleik, með upphafi, vélráðum, grimmum örlögum
og hreinsun í lokin.
Hreinsun fékk í fyrra níu bókmenntaverðlaun í Finnlandi eða öll verðlaunin
sem hægt var að fá, þar á meðal hin mikils metnu Finlandia-verðlaun og einn-
ig Runeberg-verðlaunin og varð þá fyrsta bók allra tíma til að hljóta þau bæði.
Bókin hefur selst í meira en 120.000 eintökum í Finnlandi og þýðingarréttur á
henni hefur verið seldur til rúmlega 20 landa.
Pétur Ástvaldsson
Anne B. Ragde og Neshov-þríleikurinn
Norski rithöfundurinn Anne Birkefeldt Ragde er fædd í Hardanger 1957 og á
að baki langan feril. Fyrsta skáldsaga hennar kom út árið 1986 en síðan hefur
hún sent frá sér verk af ýmsu tagi; smásögur, barna- og unglingabækur og
glæpasögur, auk ævisögu hinnar kunnu skáldkonu
Sigrid Undset.
Árið 2004 urðu tímamót hjá Anne B. Ragde. Það
ár kom út skáldsagan Ber linerpoplene (ísl. Berlínar-
aspirnar) sem átti eftir að verða ein mesta met-
sölubók síðari ára í Noregi. Sagan hefur til þessa
selst í yfir 250.000 eintökum þar í landi og hefur
nú verið þýdd á meira en 20 tungumál. Fyrir verk-
ið hlaut Ragde virt bókmenntaverðlaun, Riksmåls-
forbundets litteraturpris, og norska þjóðin tók
þessari sögu opnum örmum. Gagnrýnendur lof-
uðu hana einróma.
Tveimur árum síðar, 2006, kom út framhald af Berlínaröspunum, er nefnist
Eremittkrepsene (ísl. Kuðungakrabbarnir). Sú bók naut einnig mikillar hylli og
vann til verðlauna í Noregi. Ragde hafði þó ekki sagt skilið við sögupersónur
sínar og þriðja og síðasta bókin um þær, Ligge i grønne enger (ísl. Á grænum
grundum) kom síðan út 2007. Samanlagt hafa þessar þrjár bækur, sem núorðið
eru jafnan nefndar Neshov-þríleikurinn, selst í meira en einni milljón eintaka
í Noregi. Í landi þar sem íbúar eru ríflega fjórar milljónir má það teljast maka-
TMM_3_2009.indd 55 8/21/09 11:45:32 AM