Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Blaðsíða 117
„ É g e r l í f , s e m v i l l l i fa , u m va f i n n l í f i s e m v i l l l i fa .“
TMM 2009 · 3 117
síðan kom silfuröldin og að henni lokinni koparöld, en að jafnaði álitu
alkemistar að samtími þeirra og erfiðleikar hans væru bundnir við járn-
ið.25 Auk þessa var í alkemíunni leitað að samspili milli þátta í nátt-
úrunni, alheimi og Guði við líf mannsins. Kerfi þrennda voru algeng og
kölluðust á við manninn sem líkama, sál og anda. Hver þessara eigin-
leika svarar til a) jarðar, vatns og elds og b) blýs, silfurs og gulls; eða á
við c) himintunglin satúrnus, mána og sól eða d) Guð sem föður, son og
heilagan anda.26
Alkemistar voru því ekki knúnir áfram af gróðavon heldur viðleitn-
inni til að bæta mann og heim. Alkemían verður að helgunarferli
alkemistans þar sem holdtekja, starf og píslarganga, en umfram allt
kross og upprisa Jesú Krists, eru mótandi þættir í samspilinu milli
„míkró- og makrókosmos“. Það gefur að skilja að kenningar kirkjunnar
um eðlisbreytingu efnanna í altarissakramentinu eru hér miðlægar. Það
er ekki bara tengt helguninni heldur við þau efnahvörf sem eru kölluð
fram í tilraunum alkemistanna.
Alkemían byggist á heimsmynd fyrir tíma náttúruvísinda þar sem
álitið var að efnið hefði í sér möguleika til að breytast úr einu í annað.
Náttúrunni allri liggur til grundvallar nauðsyn, stigveldi og markmið
þar sem allt vísar til eða stefnir að æðra stigi. Allt í náttúrunni leitast við
að færast af stigi ófullkomleika til þess sem fullkomnara er. Viðleitni
alkemista var að setja inn í þetta ferli efnahvata er örvuðu ferlið. Mark-
miðið var að breyta óæðri málmum í æðri málm eða gull, málm hins
guðlega. Í alkemíunni var gengið út frá því að öllu efni liggi til grundvall-
ar frumefnið (prima materia) sem öll önnur efni þróuðust út frá og
stefndu til. Alkemistinn átti að þekkja ferlið til að geta haft áhrif á það.
Þannig séð var ekki munur á að breyta málmi í gull eða lífi í eilíft líf. Til-
gangurinn var sá sami, fullkomleikinn í Guði. Leiðin þangað var í gegn-
um endurlausn og helgun. Inntakið var að læra að þekkja þá opinberun
er Guð hafði lagt í sköpun sína og var við hlið opinberunarinnar í Kristi.
Viskusteinninn sem alkemían leitaðist við að nálgast var Kristur.
Alkemían tengdist kristinni sköpunartrú, heimsslitafræðum og dul-
speki sterkum böndum. Í henni er auk þess gripið til hugmynda úr
heimi fornra goðsagna og stjörnufræði. Það gefur að skilja að sértrúar-
áherslur gátu vel þrifist innan hennar en hún var þó aldrei fordæmd af
kirkjuyfirvöldum. Innan háskólanna varð alkemían ekki að sjálfstæðu
fagi þótt hún ætti sér marga fylgismenn þar (t.d. Isaac Newton 1642–
1727) og meðal almennings. Þegar líða fer á 17. öldina og heimsmynd
náttúruvísinda verður mótandi, gliðnar sambandið milli náttúruathug-
ana og trúarlífs. Náttúruvísindin gera nálganir alkemista smám saman
TMM_3_2009.indd 117 8/21/09 11:45:37 AM