Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Side 117

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Side 117
„ É g e r l í f , s e m v i l l l i fa , u m va f i n n l í f i s e m v i l l l i fa .“ TMM 2009 · 3 117 síðan kom silfuröldin og að henni lokinni koparöld, en að jafnaði álitu alkemistar að samtími þeirra og erfiðleikar hans væru bundnir við járn- ið.25 Auk þessa var í alkemíunni leitað að samspili milli þátta í nátt- úrunni, alheimi og Guði við líf mannsins. Kerfi þrennda voru algeng og kölluðust á við manninn sem líkama, sál og anda. Hver þessara eigin- leika svarar til a) jarðar, vatns og elds og b) blýs, silfurs og gulls; eða á við c) himintunglin satúrnus, mána og sól eða d) Guð sem föður, son og heilagan anda.26 Alkemistar voru því ekki knúnir áfram af gróðavon heldur viðleitn- inni til að bæta mann og heim. Alkemían verður að helgunarferli alkemistans þar sem holdtekja, starf og píslarganga, en umfram allt kross og upprisa Jesú Krists, eru mótandi þættir í samspilinu milli „míkró- og makrókosmos“. Það gefur að skilja að kenningar kirkjunnar um eðlisbreytingu efnanna í altarissakramentinu eru hér miðlægar. Það er ekki bara tengt helguninni heldur við þau efnahvörf sem eru kölluð fram í tilraunum alkemistanna. Alkemían byggist á heimsmynd fyrir tíma náttúruvísinda þar sem álitið var að efnið hefði í sér möguleika til að breytast úr einu í annað. Náttúrunni allri liggur til grundvallar nauðsyn, stigveldi og markmið þar sem allt vísar til eða stefnir að æðra stigi. Allt í náttúrunni leitast við að færast af stigi ófullkomleika til þess sem fullkomnara er. Viðleitni alkemista var að setja inn í þetta ferli efnahvata er örvuðu ferlið. Mark- miðið var að breyta óæðri málmum í æðri málm eða gull, málm hins guðlega. Í alkemíunni var gengið út frá því að öllu efni liggi til grundvall- ar frumefnið (prima materia) sem öll önnur efni þróuðust út frá og stefndu til. Alkemistinn átti að þekkja ferlið til að geta haft áhrif á það. Þannig séð var ekki munur á að breyta málmi í gull eða lífi í eilíft líf. Til- gangurinn var sá sami, fullkomleikinn í Guði. Leiðin þangað var í gegn- um endurlausn og helgun. Inntakið var að læra að þekkja þá opinberun er Guð hafði lagt í sköpun sína og var við hlið opinberunarinnar í Kristi. Viskusteinninn sem alkemían leitaðist við að nálgast var Kristur. Alkemían tengdist kristinni sköpunartrú, heimsslitafræðum og dul- speki sterkum böndum. Í henni er auk þess gripið til hugmynda úr heimi fornra goðsagna og stjörnufræði. Það gefur að skilja að sértrúar- áherslur gátu vel þrifist innan hennar en hún var þó aldrei fordæmd af kirkjuyfirvöldum. Innan háskólanna varð alkemían ekki að sjálfstæðu fagi þótt hún ætti sér marga fylgismenn þar (t.d. Isaac Newton 1642– 1727) og meðal almennings. Þegar líða fer á 17. öldina og heimsmynd náttúruvísinda verður mótandi, gliðnar sambandið milli náttúruathug- ana og trúarlífs. Náttúruvísindin gera nálganir alkemista smám saman TMM_3_2009.indd 117 8/21/09 11:45:37 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.