Tímarit Máls og menningar - 01.09.2009, Page 108
S i g u r j ó n Á r n i E y j ó l f s s o n
108 TMM 2009 · 3
notuð. Heiti postulanna Péturs og Jóhannesar koma líka fyrir. Bjarni
virðist velja nöfn sögupersóna sinna með það fyrir augum að þær séu
holdgervingar þekktra guðfræðilegra stefja. Í bókum hans má sjá merki-
lega útfærslu á mikilvægum viðfangsefnum guðfræðinnar.
Endurkoma Maríu tekur á meginþema kristinnar guðfræði sem er
hvernig eigi að skilgreina veruleika biðarinnar eftir endurkomu frelsar-
ans. Ber að skilja endurkomuna sem tímapunkt í óljósri framtíð þegar
Guð mun skapa allt nýtt og þar væri hún fyrsti þátturinn í miklu drama?
Eða á að túlka hana sem andlegan veruleika sem mótar nú þegar sýn
mannsins á heiminn? Nýsköpun alls væri ekki uppgjör og endursköpun
himins og jarðar í lok tímanna heldur tilvistarleg staða þar sem biðin og
endurkoman væru samofinn veruleiki. Bjarni tekur þann pól í hæðina,
bindur þetta uppgjör við svik og iðrun í samskiptum elskenda.
Bækurnar Borgin bak við orðin og Næturvörður kyrrðarinnar inni-
halda eina sögu. Í henni takast á tveir heimar, veruleikar eða svið í einni
og sömu persónu. Frásagan er hlaðin, jafnvel ofhlaðin, af myndum,
táknum og persónum sem hafa misljósar guðfræðilegar skírskotanir.
Það er erfitt að átta sig á hvort staðsetja eigi frásögnina í veruleikanum
eða hvort þetta sé lýsing á flöktandi sjálfmynd sem hrekst á milli veru-
leika svefns og vöku. Bókin minnir um margt á trúarlegt játningarit þar
sem einstaklingur gengur í gegnum erfiða sjálfsskoðun áður en hann
axlar ábyrgð á lífi sínu og játast veruleika sínum.
Í skáldævisögunni Andlit lýsir Bjarni uppvexti sínum og fyrstu starfs-
árum sem neðanjarðarskáld. Bókin endar á sátt hans við sjálfan sig og
það sem hann hefur ákveðið að taka sér fyrir hendur. Í Bernharður Núll
er sem Bjarni lýsi skrefi manns – að vísu með mikilli hjálp – úr stöðu
áhorfanda að lífi yfir til þátttakanda í lífi með fólki. Í henni er greining
á því hvernig bölvun einangrunar og einsemdar er yfirunnin í pers-
ónulegu sambandi við aðra(r) persónu(r).
Í þessum fjórum skáldverkum Bjarna Bjarnasonar má greina ferlið
iðrun, játningu, sátt og samfélag. Hér er komin viss samsvörun við það
sem er í guðfræðinni skilgreint sem endurlausn og helgun. Út frá þessu
guðfræðilega sjónarhorni er áhugavert að athuga bækur Bjarna og bera
framsetningu hans saman við sama efni innan evangelísk-lútherskrar
guðfræði. Í umfjölluninni hér á eftir verður stuttlega gerð grein fyrir
þeim kenningum sem viðkomandi bækur kallast á við og síðan er leitast
við að draga fram þætti í hverju verki fyrir sig sem túlka má sem útfærslu
á viðkomandi kenningu.
TMM_3_2009.indd 108 8/21/09 11:45:36 AM